Upp í vindinn - 01.05.2018, Side 18

Upp í vindinn - 01.05.2018, Side 18
Tafla 3 sýnir þær breytur sem höfðu marktæk áhrif á að svarendur völdu bætt leiðarkerfi sem mikilvæga endurbót hjá Strætó. íbúar í 108 Reykjavík og konur voru líklegri til að velja bætt leiðakerfi. Þeir sem búa þar sem ein stoppistöð er í göngufæri við heimili voru einnig líklegri til að vilja bætt leiðarkerfi ásamt þeim sem eru yfir 61 mínútu að fara með Strætó að vinnu/skóla/annað. Fólk vill geta komist hratt og greiðlega á milli staða. Áhugavert er að sjá að þeir sem nota ekki Strætó eru ólíklegri til að hafa valið bætt leiðarkerfi. Einnig þeir sem hafa fimm eða fleiri stoppistöðvar við vinnu/skóla/annað eru ólíklegri til að hafa valið bætt leiðarkerfi. Ólíklegri til að velja bætt leiðarkerfi Líklegri til að velja bætt leiðarkerfi • Notar ekki Strætó • Kvenkyn • Meiraen 31 mín að keyratil vinnu/ • Ein stoppistöð við heimili skóla/annað • Undir 7 mín að ganga að stoppistöð • Tekjuryfir950ámánuði • Býr í 108 Rvk. • 18-22 ára • Meiraen 61 mín meðStrætó að • Fimm eða fleiri stoppistöðvar við vinnu/skóla/annað vinnu/skóla/annað Tafla 3 Samantekt yfírþær breytur sem höfðu marktæk áhrífá val ábetra leiðarkerfí. Tafla 4 sýnir þær breytur sem höfðu marktæk áhrif á að svarendur völdu ódýrara fargjald sem mikilvæga endurbót hjá Strætó. Áhugavert er að sjá að þeir sem búa á Suðurlandi eru líklegri til að hafa valið ódýrara fargjald. Einnig þeir sem eru 31 mínútu eða lengur að keyra frá heimili að vinnu/skóla/annað. Um 47,2% þeirra sem eru 31 mínútu eða lengur að keyra til vinnu/skóla/annað eru svarendur sem búa á Reykjanesi, á Selfossi og í nágrenni, á Akranesi og í Borgarnesi. Fargjald er hærra á þessum svæðum þegar ferðast er til og frá höfuðborgarsvæðinu. Þessar niðurstöður gefa til kynna að íbúar sveitarfélaga í grennd við höfuðborgarsvæðið vilja borga lægra fargjald hjá Strætó. Það kostar fjóra farmiða að fara frá höfuðborgarsvæðinu til Selfoss, tvo farmiða til Akraness og Ijóra farmiða til að fara á Reykjanesið. Hugsanlega væri hægt að auka fjölda þeirra sem nota Strætó á þessum svæðum með því að lækka fargjaldið. Það vekur nokkra furðu að það kostar einungis tvo farmiða að fara á Akranes, en fjóra farmiða til að fara á Selfoss. Samkvæmt heimasíðu Já.is eru um 51,9 km frá Mjódd að Selfossi. Frá Mjódd að Akranesi eru um 43,9 km og 44,7 km að Reykjanesbæ. Það er býsna athyglisvert hversu mikill verðmunur er á fargjaldi milli þessara svæða þegar mesti munur á vegalengd er rétt um 8 km og ...upp 'vindinn 18

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.