Upp í vindinn - 01.05.2018, Side 41

Upp í vindinn - 01.05.2018, Side 41
okkur í gamla bæinn í Katmandú þar sem má finna fjöldann allan af musterum. Þar mátti sjá greinileg áhrif jarðskjálftans á þær fornu byggingar sem þar voru, en einnig þá uppbyggingu sem á sér nú stað við að endurreisa það sem skemmdist. Veísla að nepölskum Um kvöldin var svo haldið heim til Ijölskyldu Rajesh, en þar var svo sið sannarlega tekið vel á móti okkur. Þar var okkur þoðið uppá fjöldann allan af nepölskum réttum ásamt því að fá að taka þátt í eldamennskunni. Síðan var dansaður nepalskur dans fram eftir nóttu líkt og Nepalir gera þegar þeir koma saman og skemmta sér. Það var gaman að sjá hvað börnin fengu að njóta sín í veislunni, öðruvísi en heima á íslandi, þar sem tvær litlar stelpur fengu að vera miðpunktur athyglinnar allt kvöldið og fullorðna fólkið tók þátt í uppátækjum með þeim og skemmtu sér vel. i-erðast um Nepal Eftir ógleymanlega veislu var haldið af stað á vit fleiri ævintýra næsta morgun. Ferðuðumst við um í lítilli hópbifreið þar sem að allur farangurinn okkar var bundinn á þakið á bílnum. Rajesh var að sjálfsögðu með í för, en einnig leiðsögumaðurinn okkar Kumar og bílstjóri. Fyrsta stopp ferðarinnar var Chitwan þjóðgarðurinn, en þar var áætlað að gista í tvær nætur. Á leið okkar þangað, þar sem við keyrðum (hossuðumst) um sveitir landsins á holóttum vegum í allt of miklum hita, var stoppað í river rafting sem var hin mesta skemmtun. Þegar loks var komið í þjóðgarðinn tók við heljarinnar dagskrá, en þar sigldum við um á kanó, sáum apa, krókódíla og nashyrninga, löþbuðum um ífrumskóginum, heimsóttum ræktunar- miðstöð fyrir fíla og enduðum á safarí ferð í leit að tígrisdýri. Eftir frábær ævintýri í þjóðgarðinum var haldið af stað til Pokhara. Á leið okkar þangað heimsóttum við vatnsaflsvirkjun og skoðuðum við bæði stífluna sjálfa og stöðvarhúsið. í Nepal er mikið um stórar og kraftmiklar ár sem koma neðan úr Himalaja íjöllunum og eru því góður virkjanakostur. Um kvöldið þegar til Þokhara var komið slökuðum við svo á þar sem að markmiðið var að vakna eldsnemma morguninn eftir og horfa á sólarupprásina við Himalajafjöllin. Þvílík fegurð sem blasti við okkur þegar sólin tók að rísa og var það algjörlega þess virði að fara snemma á fætur. Restina af deginum eyddum við í skoðunarferð um !_!_/! I I Útskriftarferð vor 2017

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.