Upp í vindinn - 01.05.2018, Page 47

Upp í vindinn - 01.05.2018, Page 47
og vegna lítilla loftskipti þá hækkar hlutfallsrakinn. Til þess að taka samtímis tillit til áhrifa rakagjafar og loftskipta á inniloftraka þá er rakagjöfin iðulega gefin upp sem rakamagn á hvern rúmmetra í loftskiptum, Dw í g/(m3). Rakamagn innilofts fæst þá sem loftraki útilofts að viðbættri þessari rakagjöf. Mynd 2 Lofthiti og loftraki í Reykjavík árið 2011 Mynd 3 Reiknisleg rakabæting í inniloft; (0-8 g/m3 á rúmmetra iioftskiptum) (Heimild: ÍSTENISO 13788:2012) Algeng rakagjöf er t.d. vegna þvotta, hreingerninga og vökvunar blóma svo dæmi séu nefnd, auk rakagjafar frá íbúum. Auk þessara almennu orsaka fyrir rakagjöf geta komið óheppilegir eða mjög tímabundnir orsakavaldar s.s. útþornun byggingaraka, lekar vegna úrkomu eða frá lögnum og hárpípuflutningur vatns frá grunnvatni. 20 10 -------------------—------------------------------ 0 Jan Feb Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept Okt Mánuður Mynd 4 Hlutfallsraki innilofts í Reykjavík fyrir mismunandi rakabætingu (0-8 g/m3) oginnihita20°C. í Svíþjóð er iðulega miðað við að slík rakagjöf í íþúðarhúsi sé 2-4g/m3, tölur frá Bandaríkjunum gefa svipaða niðurstöðu ef miðað er við ein loftskipti á klukkustund en hliðstæðar tölur frá Danmörku gefa um 2 g/m3 fyrir 300m3 íbúð. Rakagjöf til innilofts, reiknað á loftskiptamagn, er sennilega lægri á Reykjavíkursvæðinu vegna ódýrrar hitunarorku og því hugsanlega mikillar loftræstingar. í staðlinum ÍST EN ISO 13788:2012 er sett fram tillaga að reiknislegri rakabætingu í húsum, reiknað á hvern rúmmetra í loftskiptum og háð útihita, sjá mynd 3. Útfrá upplýsingum um lofthita og raka í útilofti, gefinn innihita og rakagjöf þá má reikna hvernig loftraki innilofts breytist eftir árstíðum, mynd 4. í íbúðarhúsnæði er rakagjöf mismunandi eftir herbergjum og loftræsting getur einnig verið mismunandi. Þannig má t.d. búast við að tímabundið geti loftraki orðið mjög hár í baðherbergjum og loftraki í svefnherbergjum getur einnig orðið allhár að næturlagi ef lítið er loftræst. 47 Rakaalag a byggingarhluta og afleiðingar þess

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.