Upp í vindinn - 01.05.2018, Side 70

Upp í vindinn - 01.05.2018, Side 70
Því þarf samþætting mismunandi samgöngumáta að eiga sér stað hér á íslandi. Þetta fyrirbæri tfðkast víðvegar erlendis og kallast Mobility as a Service (MaaS). En sjálfkeyrandi bílar einir og sér munu ekki koma til með að leysa vandann, heldur þarf að bjóða upp á heildstætt samgöngukerfi með góðum almenningssamgöngum. Hugsunin gæti verið sú að nýta sjálfkeyrandi bíla fyrsta og síðasta kílómeterinn á stoppistöðvar og jafnvel innan ákveðinna svæða sveitafélaga. lækífæri Víðvegar um heim er verið að rannsaka og prufukeyra sjálfkeyrandi bíla. Því þarf að fara að huga að prufukeyrslum hérlendis þar sem landslagið er töluvert ólíkt því sem þekkist í Kísildalnum. Einnig þarf undirbúningsvinna fyrir tilkomu sjálfkeyrandi bíla að fara að stað, s.s. hvað varðar umferðarlög, reglugerðir og umferðamerkingar. Stærð höfuðborgarsvæðisins er hentugt fyrir innleiðingu á þjónustu eins og Mobility as a Service. Með öflugt internet skila gögnin sér ört inn ágagnaver, sem skilar sér í aukinni hagræðingu ogskilvirkara umferðaflæði. Bifreiðar eiga eftir að geta sent boð á milli sín oggæti höfuðborgarsvæðið því virkað eins og ein stór tölva sem inniheldur og greinir gögnin. ísland hefur að geyma góðar orkulindir og öflugt internet og því sækjast margir erlendir fjárfestar eftir að vera með gagnaver á íslandi. ísland getur því orðið framalega varðandi snjall borgir með hagkvæmri nýtingu á auðlindum, hugsað um þarfir fólksins með breyttum hugsunarhætti og þannig styrkt samgöngu- kerfið til muna með nýrri tækni og snjall lausnum. ...upp ívindinn 70

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.