Þroskaþjálfinn - 1998, Blaðsíða 5

Þroskaþjálfinn - 1998, Blaðsíða 5
esan roskaþjálfar eru sérmenntaðir til að starfa með fólki með fatlanir og hafa gert það í áratugi. Störf og starfs- vettvangur þroskaþjálfa er vei skil- greindur í reglugerð nr. 215/1987 um störf, starfsvettvang og starfshætti þroskaþjálfa. Megin þættir þroska- þjálfunar eru þjálfun, uppeldi og um- önnun fatlaðra þar sem þeir dveljast um stund eða til lengri tíma. Grundvallarhugmynd í störfum þroskaþjálfa er að allir geti lært, þroskast og nýtt sér reynslu sína. Stöðug þróun í málefnum fatlaðra og sú stefna sem mörkuð hefur verið þ.e. að veita fötluðum þjónustu sam- kvæmt almennum lögum og að hverfa eigi frá sérlögum, dregur ekki úr þörf fyrir þekkingu þroskaþjálfa. Fatlað fólk á öllum aldri hefur áfram þörf fyrir þroskaþjálfun þó þjónustan fær- ist frá sértækum til almennra stofn- ana. Samkvæmt lögum á málaflokkur fatl- aðra að flytjast frá ríki til sveitarfélaga 1. janúar 1999, en breyting hefur orð- ið þar á því samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá Páli Péturssyni, félagsmála- ráðherra mun hann leggja fram laga- frumvarp næsta haust sem felur í sér að flutningi málaflokksins verður frestað um óákveðinn tíma. Þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart þar sem allur sá undirbúningur sem flutning- urinn felur í sér er mjög svo skammt á veg kominn. Flutningur málaflokks fatlaðra varðar þroskaþjálfa miklu máli sem fagaðila sem átt hafa stóran þátt x uppbygg- ingu og þjónustu við fatlaða og eins sem stór hópur starfsmanna sem skipta mun um vinnuveitendur. Menntun þroskaþjálfa hefur verið í sí- felldri þróun og er nú komin á há- skólastig og er þroskaþjálfaskor ein af fjórum skorum í nýjum háskóla þ.e. Kennaraháskóla Islands. I allri umræðu um nám í hinum nýja skóla hefur Þroskaþjálfafélag Islands lagt ofuráherslu á að sérkenni þroska- þjálfunar verði varðveitt og er allt út- lit fyrir að það verði gert. í blaði þessu, sem er það fyrsta sem gefið er út í nafni Þroskaþjálfafélags Islands, gefur að líta greinar og skrif eftir þroskaþjálfa sem starfa við ólíkar aðstæður. Vona ég, lesandi góður, að þú hafir bæði gagn og gaman af lestr- inum. Hinu austfirska útgáfuráði félagsins, sem og öðrum þroskaþjálfum sem að blaðinu hafa komið, færi ég mínar bestu þakkir. Með félagskveðju, Sólveig Steinsson, formaður Þroskaþjálfafélags Islands Eftirtaldir aðilar styrktu útgáfu blaðsins: Héraðsskjalasafn Austfirðinga Laufskógar x, 700 Egilsstaðir Heilsugæsla Fáskrúðsfjardar Hlíðargötu 60, 750 Fáskrúðsfjörður Ingvar og Gylfi ehf Grensásvegur 3, 108 Reykjavík Heilsugæslustöðin á Akureyri Hafnarstræti 99, 600 Akureyri Sautján hf Laugavegur 91, 101 Reykjavík Heilsugæslustöðin Hornbrekka Ólafsfjarðarvegur, 625 Ólafsfjörður Vinnuskóli Reykjavíkur Engjateigur ii, 105 Reykjavík Thorarensen Lyf ehf Vatnagarðaii 18, 104 Reykjavík Vír ehf trésmiðja Höfeii 24, 640 Húsavík Landsbókasafn Íslands Háskólabíó Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík Heilsugæslustöðin Miðholt 4, 680 Þórshöfn Kr. Ólafsson ehf Unnarstíg 6, ioi Reykjavík Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur Borgarbraut 8, 510 Hólmavík Jon og Óskar Laugavegi 61, 101 Reykjavík Heilbrigðisstofnunin Patreksfirði Stekkar i, 450 Patreksfjörður Vefur hf Hagaflöt 2, 210 Garðabær St.Franciskuspítalinn Austurgata 7, 340 Stykkishólmur Nuddhöndin Kirkjulundi 19, 210 Garðabær 5

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.