Þroskaþjálfinn - 1998, Blaðsíða 6
nun
Stof
stéttarfélagfs
jM_eð breytingum á lögum um
kjarasamning opinberra starfsmanna
nr: 94/1986 opnuðust möguleikar
fyrir hina ýmsu faghópa til að stofna
sín eigin stéttarfélög. Samnings- og
verkfallsrétturinn færðist úr höndum
heildarsamtakanna (BSRB) til félag-
anna sjálfra. Innan Starfsmannafélags
ríkisstofnana (SFR) voru ásamt þroska-
þjálfum nokkrir faghópar m.a.
leikskólakennarar, meinatækn-
ar og sjúkraliðar sem uppfylltu
skilyrði laga til stofnunar
stéttarfélaga og sáu sér hag í
því að stofna sín eigin félög og
gerðu það á næstu árum eftir
breytingarnar á lögunum.
Þroskaþjálfun er lögverndað
starfsheiti og eru starfsleyfi
gefin út af Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneyti.
Þroskaþjálfar starfa samkvæmt
lögum nr. 18/1978 og reglu-
gerð nr. 215/1987 um störf, starfs-
hætti og starfsvettvang þroskaþjálfa.
Kristrún Sigurjónsdóttir
og GuSmundur Grímsson frá SNR.
Langur aðdragandi
I Félagi þroskaþjálfa störfuðu í gegn-
um tíðina kjaranefndir sem unnu að
kjaramálum og jafnframt áttum við
lengst af einn mann í samninganefnd
SFR, en eftir að sérkjarasamningar
lögðust af gekk okkur æ verr að koma
okkar sjónarmiðum á framfæri og
drógumst við stöðugt aftur úr í laun-
um miðað við aðrar sambærilegar fag-
stéttir. Það er ekki síst þessi þáttur
sem olli því að umræðan um stofnun
stéttarfélags verður öflugri sem og sú
staðreynd að það var eini möguleiki
okkar til að komast að samningaborð-
inu og fá að semja sjálf um kaup okk-
ar og kjör.
I Fréttamola sem Félag þroskaþjálfa
sendi út 1992 setti þáverandi formað-
ur fagfélagsins Margrét Ríkarðsdóttir
fram ýmis atriði sem vörðuðu stofn-
un stéttarfélags þroskaþjálfa og má
segja að umræðan hafi síðan haldið
nánast óslitið áfram. A ráðstefnu
þroskaþjálfa sem haldin var að Botni í
Eyjafirði í maí 1992 var undirritaðri
ásamt Árna Má Björnsyni falið að
kanna möguleika á stofnun stéttarfé-
lags með eða án aðildar að SFR. Upp-
lýsingum var safnað saman og þær
kynntar félagsmönnum ýmist í frétta-
molanum eða á fundum félagsins.
Niðurstöður þá voru á þá leið að hæp-
ið væri að við gætum fjárhagslega
staðið ein og sér undir slíkum rekstri.
En áfram var málið skoðað. I mars
1996 voru lagðar fyrir þáverandi
stjórn félagsins upplýsingar um stofn-
un stéttarfélags og í framhaldi af því
gerð könnun meðal þroskaþjálfa um
vilja til stofnunar stéttarfélags með
aðild að SFR. Miklar umræður voru
um málið og fannst ýmsum
sem að skrefið væri of stutt og
fara ætti alla leið og stofna
stéttarfélag án aðildar að SFR.
Þroskaþjálfar voru og eru enn
að stærstum hluta ríkisstarfs-
menn og félagsmenn í SFR og
var því ekki um breytingar að
ræða hjá þeim við stofnun
stéttarfélags. Hins vegar var
þó nokkur hópur þroskaþjálfa
í hinum ýmsu bæjarstarfs-
mannafélögum og skipti
miklu máli að þeir yrðu með í nýju fé-
lagi og að þeirra réttindi væru tryggð.
Þau atriði sem oft bar á góma í um-
ræðunum um stofnun stéttarfélags
voru t.d. réttur til úthlutunar úr
starfsmenntunarsjóði, aðgangur að
sumarhúsum ofl. Misjafnt er eftir fé-
lögum hvernig þessu er háttað. Hér
ber að hafa í huga að vinnuveitandinn
(ríki og Reykjavíkurborg) greiða
0.22% (sveitarfélög 0.30%) af heild-
arlaunum starfsmanna í starfsmennt-
unarsjóð þess félags sem viðkomandi
er í sem og 0.22%í orlofssjóði sem fé-
lögin hafa notað til uppbyggingar á
orlofshúsum. Onnur atriði sem skipta
ekki minna máli s.s. veikindaréttur,
fæðingarorlof, réttindi og skyldur eru
bundin lögum og breyttust því ekki
hjá neinum í tengslum við stofnun
Sólveig Steinsson,
formaÓur
Þroskaþjálfafélags
Islands
Þroskaþjálfafólag
í s I a n d s