Þroskaþjálfinn - 1998, Blaðsíða 4

Þroskaþjálfinn - 1998, Blaðsíða 4
útgfáíuráái egar við hér fyrir austan gáfum kost á okkur í útgáfuráð vorum við þroskaþjálfarnir fimm talsins. Þó eng- in af okkur hefði reynslu af útgáfu- störfum slógum við til. En fljótlega fór að reytast af hópnum og á fyrsta fundi ráðsins sl. haust hafði ein af okkur flutt suður og önnur flutti eftir áramót. Dæmigerður landsbyggðarvandi. Varðandi efni blaðsins ákváðum við að það ætti fyrst og fremst að fjalla um störf þroskaþjálfa og vera skrifað af þroskaþjálfum. Einnig lögðum við áherslu á að fá efni frá sem flestum landshlutum og tókst það með ágætum eins og sjá má hér í blaðinu. Það er vel við hæfi að nú komi út fréttablað Þroskaþjálfafélags Islands þar sem miklar og margvíslegar breytingar hafa átt sér stað og eiga eftir að verða enn meiri. Efni þessa blaðs ber merki um þessar hræringar og má þar m.a. nefna stofn- un stéttarfélags þroskaþjálfa, breyt- ingar á starfsvettvangi þroskaþjálfa og flutning málefna fatlaðra frá rfki til sveitarfélaga sem fyrirhugaður var um áramót '98 - '99 en hefur nú verið frestað um óákveðinn tíma. Það skal tekið fram að greinar í blaðinu varð- andi málefni þetta voru ritaðar áður en sú ákvörðun var gerð opinber. Einnig koma hér fram mismunandi sjónarmið varðandi framtíð þroska- þjálfa og þroskaþjálfamenntunar og hvetjum við alla þroskaþjálfa til að velta þeim fyrir sér. Vel mætti hugsa sér áframhald á þeirri umræðu í næsta blaði. Vonum við að greinar þær sem hér birtast vekji áhuga lesenda og efli fag- vitund og umræðu innan félagsins. Við þökkum öllum þeim sem sent hafa efni í blaðið og öðrum sem að því hafa staðið. Að lokum skal það tekið fram að allar greinar eru birtar á ábyrgð höfunda. Með bestu kveðju. Eftirtaldir aðilar styrktu útgáfu blaðsins: Hjörtur Sveinsson og co ehf Bíldshöfða i6, II2 Reykjavík Apótek Suðurnesja ehf Hringbraut 99, 230 Keflavík Kaupfélag Skagfirðinga Ártorg i, 550 Sauðárkrókur Apótekið Skeifan Skeifan 8, 108 Reykjavík Héraðsbókasafn Borgarfjarðar Bjarnarbraut 4-6,310 Borgarnes Kirkjufell Bugðutangi 5, 270 Mosfellsbær K.E.A Hafnarstræti 91-95, 600 Akureyri Kjötvinnsla B.Jensen Lóni, 601 Akureyri Kaupfélag Súðavíkur ehf AðALGÖTU 38, 420 SÚÐAVÍK Afltækni ehf Barónsstígur 5, 101 Reykjavík Iðunnar apótek ehf Domus Medica Egilsgata 3, 101 Reykjavík Kaupsel hf Gilsbúð 5, 210 Garðabær Arkform Skúlagötu 63, 101 Reykjavík Káiisneskjör Borgarholtsbraut 71, 200 Kópavogur Arnardalur sf Þinghólsbraut 58, 200 Kópavogur Kópsson Bílaþrif Bíldshöfða 6, 112 Reykjavík Apótek Blönduóss Flúðabakka 2, 540 Blönduós EIeilbrigðisstofnunin Blönduósi Flúðabakka 2, 540 Blönduós 4 Þroskaþjálfafélag í s I o n d s

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.