Þroskaþjálfinn - 1998, Blaðsíða 16

Þroskaþjálfinn - 1998, Blaðsíða 16
vilji hvers manns eigi að ráða sama hvert álit annarra er á því og nánast sama hver afleiðingin er svo lengi sem hún ógnar ekki hagsmunum annarra. Allir heimspekingar sem ég las taka þó fram, að til að sjálfræðishyggjan gangi svo langt þurfi að ganga vel úr skugga um að manneskja skilji örugg- lega afleiðingar gerða sinna eða að- gerðaleysis og sé ekki „viti sfnu fjær“ eins og Kant orðar það. Tómhyggjan er þó sú sem við kannski ættum að gefa mestan gaum að núna. I henni felst að ekkert skipti máli, rök og tilgangur gildi ekki um tilveruna og því séu allar okkar til- raunir til að bæta mannlífið til einskis, og ástæðulaust að skeyta mik- ið um hvernig við komum fram við aðra. I tómhyggjunni felst ekki aðeins það að fólk sé ekki sammála í siðferði- legum efnum heldur leitast það ekki við að ræða þennan ágreining, siða- dómar eru bara álitamál hvers og eins og ekki nokkur leið að fóta sig í um- ræðunni. Slíkur hugsunarháttur leiðir varla til ábyrgrar hegðunar eða af- stöðu. Og þeim mun hættulegri er hann, sem hann litar orðið alla okkar samtíð. Við hættum okkur ekki út í umræður heldur segjum bara, „jú þú hefur auðvitað rétt á að hafa þína skoðun, allar skoðan- ir eru jafn réttháar". Svo við höfum á aðra höndina; stefnuleysi og á hina; útgefnar yfirlýsingar og „rétt- ar“ stefnur, „réttar" án þess að þær hafi verið ræddar og ef einhver álpast til að gagnrýna eða spyrja þá er gefin út ný yfirlýsing um heimsku og fordóma þess sem spurði. Svona vinnubrögðum mótmælir sið- fræðin hástöfum, vegna þess að siða- regla veltur á hlutlægum staðreynd- um og rökstuddum kröfum um sann- girni, ekki á persónulegri afstöðu fólks. „Það er nefnilega svo skemmtilegt". Siðfræðin hefur jú markmið sem kom- in eru til af tilefni og enda í bagnýtingu eins og ég fór yfir áðan og hún styðst við ákveðin hugtök, og hið mikil - mikil - mikilvæga er rökræðan. Virðing fyrir manneskjunni er þýðingarmesta hugmyndin í sögu sið- fræðinnar og jafnframt sú sem erfiðast er að framfylgja. Krafan um siðferði- legan jöfnuð þ.e. sú virðing sem okkur ber að sýna fólki án tillits til hlutverks, hæfileika, stöðu, ald- urs, kyns, kynþáttar eða afkasta. Að allar manneskjur fái að lifa þannig að verð- leikar þeirra og ein- staklingseðli fái notið sín. Slíkur jöfn- uður þýðir ekki að allir eigi aðgang að öllum skólum t.a.m. heldur að til séu aðgengilegar þroskaleiðir íyrir alla. Slíkur jöfnuður þýðir að ég, sem starfsmaður, verð að viðurkenna að persóna einstaklingsins er fólgin í hans verðmætamati en ekki mínu og vinna út frá því. Mér verður tíðrætt um mikilvægi hreinskilinnar umræðu í þessari um- fjöllun enda eðlilegt út frá því sem ég sagði áðan, um að eiginleg siðfræði væri rökræðan um siðferði. Við erum þar á vegi stödd í umræðu um forræðishyggju að við erum meðvituð um þá pytti sem við þurfum þar að var- ast, en það er orðin spurning hvort við höfum ekki gengið aðeins of langt í sjálfsgagnrýninni. Sjálfræðishyggjan getur gengið út í öfgar og það er ekki sjálfkrafa þannig að það sé starfsfólkið sem hefur rangt fyrir sér þegar upp kemur ágreiningur. Oft er fötlunin þess eðlis að forsjá er nauðsyn Eg vil árétta þá hættu sem ég tel að skortur á rökræðu skapi okkur og þessu málefni út á við ekki síður en inn á við. Skortur á umræðu á við um svo ótal- mörg viðkvæm málefni í þessum geira: Barneignir þroskaheftra, eru þær heilagur réttur? Búseta í íbúð útí bæ, ...hið eina rétta alveg sama hver kostnaðurinn er? Þegar dregur úr þeim björgum sem við höfum aðgang að í samfélaginu og við þurfum að fara að forgangsraða, hvað þá? Hvað með það þegar aðstandendur eru ósanngjarnir, jafnvel beinlínis dónalegir við starfs- fólk okkar? Er það alltaf þannig að þeir hafi rétt til þess af því þeim líður illa? Erum við búin að firra þá ábyrgð á eigin hegðan, þ.e. virðingu fyrir öll- um manneskjum, (þar með taldir op- inberir starfsmenn)? Og höfum við þá sjálf selt okkur undir þetta virðinga- leysi sem oft virðist ríkja óverðskuld- að gagnvart starfsfólki í þessum geira, sem er, guði sé lof, oftast að vinna feikigott starf, við erfiðar aðstæður, án þess að fá annað en frekari niðurskurð frá sínum yfirmönnum sem umbun. Það að forðast umræðu hvort sem maður gerir það með þögn eða segir þeim sem voga sér að tala að vera ekki að þvælast uppá dekk, af því við erum ekki sammála þeim, grefur, með tíð og tíma, undan góðum málstað. Við höfum ekki svörin á reiðum hönd- um ef við leyfum ekki spurningarnar. Ef við svörum fólki aðeins með því að segja að það sé fordómafullt, þá út- rýmum við ekki fordómum þess, heldur ýtum undir eigin fordóma. Við ávinnum sjálfum okkur fötlun sem er sýnu verri en nokkurs skjólstæðing- anna að því leyti að hún er sjálfskapar- víti,- það er umræðufötlunin. Rökræðan um siðferði er hin eiginlega siðfræði, og það er nauðsynlegt að halda henni lifandi. Dðra Eyvindardóttir mannfrceðingur Viá li öfum ekki svöriti á reiðum liönclum ef viá leyfum ekki spurningarnar. ...rök tilgangur gfilcli ekki um tilveruna og' ]jví séu allar okkar til raunir til aá kæta mannlí fiá til einskis... 16

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.