Þroskaþjálfinn - 1998, Blaðsíða 27

Þroskaþjálfinn - 1998, Blaðsíða 27
l lutnincur mála- flokks fatlaðra f Revki ra n ki til vrj aviRur l norg’ar Erindi þetta var flutt á starfs- dögum þroskaþjálfa í nóvem- ber 1997 en er birt hér nokkuð stytt og aðlagað að prentuðu máli og dálítið breiðari hópi. A -ZTJLgætu félagar. Eg vil þakka starfsdaganefndinni fyrir þessa daga og líka fyrir að gefa mér tækifæri til að ræða um flutning málaflokks fatl- aðra frá ríki til Reykjavíkurborgar en það er sérstakt áhugamál mitt. Ég hef btiið við það árum saman sem starfsmaður Svæðisskrifstofu Reykjavíkur að eiga það í vændum að ábyrgð á þjón- ustu við fatlaða verði flutt frá rfki til borgarinnar. Því hefur fylgt stöðugt óöryggi starfs- manna árum saman. Við höf- um farið í gegn um endalaus- ar tilvistarkreppur, velt fyrir okkur réttindum okkar sem starfsmenn, hvort okkur yrði sagt upp, hvort þjónustan breyttist og þá á hvaða hátt. Engar upplýsingar hafa fengist frá félags- málaráðuneyti eða Reykjavíkurborg vegna þessara mála. Ég fagna því að dagsetning hefur verið ákveðin með lögum, ég er reyndar mjög efins um að þetta takist á þessum txma en þetta er þó einhver fastur punktur. Ég vil líka taka það fram að ég tala hér ekki sem fulltrúi stjórnar Þ.I., hér er eingöngu um mínar persónulegu skoðanir og hugleiðingar að ræða. Af hverju á að flytja ábyrgð á þjónustunni frá ríki til sveitarfélaga? Helstu rökin hafa verið: - Að fatlaðir fái félagsþjónustu á sama stað og aðrir þjóðfélagsþegnar. - Að færa ábyrgð á þjónustunni nær þeim sem þarfnast hennar. - Að allir fatlaðir fái þjónustu í sinni heimabyggð. Öll þessi rök eru góð og gild en hins vegar eiga þau kannski ekki mjög vel við hér í Reykjavík. Það er eðlilegt að allir borgarar fái sína félagsþjónustu á sama stað en þjónusta við fatlaða Reykvíkinga hef- ur verið í heimabyggð og Félags- málastofnun Reykjavíkur er ekkert nær en Svæðisskrifstof- an eða skrifstofa Styrktarfé- lags vangeflnna. Mér finnst augljóst að þessar breyt- ingar í Reykjavík verði að hafa fleiri kosti en þann einn að þjónustan sé veitt frá Félagsmálastofnun, hún verð- ur líka að verða betri, fjölbreyttari og meiri. Borgin verður að fá fjármagn og hafa metnað til að veita betri þjón- ustu og til að svo megi verða þarf að skoða vel hvernig hlutirnir eru í dag og hafa kjark til að breyta því sem þarf að breyta og nota það sem vel er gert. Hver er staðan í málefnum fatlaðra Reykvíkinga? I stuttu máli slæm, mjög slæm. Fjárveitingar til fatlaðra í Reykjavík eru allt of litlar. Biðlistar eftir búsetu eru lang- ir. Fólk fær gjarnan búsetuúrræði sem hentar kerfinu en kannski alls ekki því sjálfu. Val á sambýlisfólki er ekki í höndum einstaklinganna. Ástand í atvinnumálum, dagvistun og tómstundaþjónustu er ekkert betra. Mikið fjármagn vantar til að sinna dagþjónustu og atvinnumálum fatl- Kristrún 7 f \ S igurjónsdóttir, i í. forstöðuþroskaþjálfi

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.