Þroskaþjálfinn - 1998, Blaðsíða 31

Þroskaþjálfinn - 1998, Blaðsíða 31
• • o ldrunardeild Endurhæfingar- deildar Landspítalans í Kópavogi var opnuð 18. nóvember 1996. Astæða þeirrar ákvörðunar að opna öldrunardeild hér á staðnum var meðal annars sú að ekki þótti ráðlegt að leggja flutn- ing út á sambýli á aldraða ein- staklinga staðarins, sem flestir höfðu dvalist hér í áratugi. Greinarhöfundur frétti, snemma á árinu 1996, að end- anleg ákvörðun um opnun deildarinnar hefði verið tekin og sótti hið snarasta um deildarstjórastöðuna, sem fékkst. Næst var þá að forgangsraða verkefn- um og snúa sér að undirbúningi. Mér fannst nauðsynlegt að kynna mér að- eins starfsemi annarra öldrunardeilda, en ég þekkti lítið sem ekkert til þessa málaflokks hér á landi. Eg hafði samband við deildarstjóra öldrunarmála í Félagsmálaráðuneyt- inu. Til þess að ég fengi sem besta yf- irsýn yfir mismunandi þjónustutil- boð, þá ráðlagði hann mér að fara á þrjá staði; Landakot, Droplaugarstaði og Skjól. Þar sem ég hef þrettán ára starfsreynslu á öldrunarstofnunum í Kanada - hafði ég mjög fastar skoðan- ir á því hvernig ég vildi ekki hafa starfsemi deildarinnar. Þess vegna hafði ég, áður en ég fór af stað, sett spurningar á blað um það sem mig fýsti að vita. Spurningar varðandi stöðugildi, vaktafyrirkomulag, fjölda íbúa/sjúklinga á hvern starfsmann, fjölda fag-/ófaglærðra á vakt, tilboð um afþreyingu og hvernig staðið væri að upplýsingaflæði til starfsfólks varð- andi íbúa/sjúklinga. Þar átti ég ekki bara við sjúkrasögu, heldur einnig hinn félagslega bakgrunn þeirra. Fyr- ir utan þessar öldrunarstofnanir, þá heimsótti ég líka eitt sambýli í Reykjavík - til að fá enn breiðari viðmiðun. Það má geta þess að þrátt fyr- ir mikið spurningaflóð hjá mér, þá var mér mjög vel tek- ið á öllum þessum stöðum og fékk alls staðar greið svör. Að þessu loknu ákvað ég að snúa mér að þeim einstakling- um sem voru væntanlegir íbú- ar deildarinnar. Þar sem ég hef verið deildarstjóri hér á staðnum frá 1988, þá þekkti ég flesta sem málið snerti, það auðveldaði mál- ið til muna. Varðandi þá xbúa sem ég þekkti minna til hafði ég samband við viðkomandi deildarstjóra. Við flutn- inginn á Deild 18 fylgdi íbúunum einstaklingsáætlun. Á sínum tíma hafði ég gert heildaráætlun fyrir 31 Þroskaþjálfafélag íslands

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.