Þroskaþjálfinn - 1998, Blaðsíða 10
Sem sagr þroskaþjálfi í framhaldsnámi
á háskólastigi er dálítið eyland.
En tilvistarkreppan dvínaði, mér gekk
vel í skólanum. Þroskaþjálfanámið og
ýmis sí- og endurmenntunar nám-
skeið voru góð undirstaða fyrir há-
skólanám á framhaldsstigi.
Eg gat gengið kinnroðalaust um og
sagt hverjum sem vera vildi að ég væri
ekki sálfræðingur, ekki talmeinafræð-
ingur o.s.fr. heldur væri ég þroska-
þjálfi eða „developmental therapist"
upp á ensku. Ykkur að segja þá
skildu fáir hvað ég meinti þegar ég
reyndi að útskýra þann grundvallar-
mun sem er á okkur og öðrum stétt-
um, s.s. sérkennurum og iðjuþjálfum.
Að námi loknu kom ég heim aftur og
hvert lá leiðin, beint á gamla Hælið.
Það var komið með nýtt nafn og áætl-
anir um að útskrifa heimilismenn og
hefja nýja starfsemi í fullum gangi.
Þar er ég enn fjórum árum síðar að
vinna við að loka þessari stærstu ai-
tæku stofnun fyrir þroskahefta á Is-
landi. Það hefur gengið á ýmsu og
margir skilja seint og illa hvers vegna
við viljum loka þessum stað. Sem
þroskaþjálfi alinn upp í anda
normaliseringar, blöndunar, hug-
myndafræði atferlisfræðinnar og gild-
isaukandi félagslegs
hlutverks, þá er ég
ekki í nokkrum vafa
um að vera á réttri
leið. Fatlaðir eiga að
búa við sömu lífs-
skilyrði og aðrir
þegnar þessa land.
Mér finnst það ekki
flókið en það er
ögrandi og það kref-
st fagmennsku og
þekkingar í þroska-
þjálfun til að það
megi takast.
En hver er framtíðarsýn mín, hvað
hefur breyst og hvernig vil ég að fag-
greinin þroskaþjálfun þróist?
Þroskaþjálfaskóli Islands er orðinn
skóli á háskólastigi og það á eftir að
hafa mikil áhrif á framtíð þroskaþjálf-
unar sem faggreinar. Ég held að þeg-
ar við hittumst aftur eftir 20 ár og lít-
um yfir farinn veg að þá eigum við
erfitt með að ímynda okkur eða rétt-
ara sagt rifja upp margt það sem við
erum að velta fyrir okkur í dag.
Með því að skólinn okkar fer upp á
háskólastig gerist ýmislegt.
Námið verður á sama stigi og nám
helstu samstarfs-
stétta okkar. Þetta
eitt og sér á eftir að
hafa veruleg áhrif og
ég held að þetta opni
fyrir okkur mögu-
leika á að taka þátt í
og hafa afgerandi á-
hrif á stefnumótun í
þjónustu við fólk
með fötlun. Breidd
námsins á eftir að
aukast því að I námi
á háskólastigi eru
talsverðir möguleik-
ar fyrir hvern og einn að skipuleggja
eigið nám. Velja sjálf, að vissu marki
þó, áhersluþætti og sérhæfingu. Þetta
er á flestan hátt jákvætt, en það kem-
ur líka til með að valda okkur erfið-
leikum. Verðum við áfram þessi
stéttvísi hópur sem við erum í dag?
Tapast nokkuð aðalsmerki okkar sem
að mínu mati er að veita fólki einstak-
lingsmiðaða þjón-
ustu þar sem virðing
fyrir persónulegum
þörfum og vænting-
um er í öndvegi.
Verða áfram til
þroskaþjálfar?
Nám á háskólastigi
opnar leið I fræði-
mennsku. Fræði-
mennska með rann-
sóknum og þróunar-
vinnu verður hluti af
sjálfsmynd okkar.
Við þurfum jafnvel að standa okkur
enn betur en margir aðrir, því við
verðum að búa til - skapa, fræðilegan
þátt þroskaþjálfunar, hann er aðeins
til í litlum mæli í dag.
Það getur orðið snúið en að sama
skapi spennandi. Við verðum að vera
með í að móta og byggja upp náms-
braut í þroskaþjálfun. Við þurfum að
verða lektorar og prófessorar í þroska-
þjálfun með masters- og doktorsgráð-
ur í fræðigreinum sem samræmast
faginu. Við þurfum að móta og þróa
hugmyndafræði fagsins og starfa sam-
kvæmt henni.
Ég tel að þegar námið fer á háskóla-
stig þá aukist kröfurnar á okkur. Við
höfum nú þegar orð-
ið vör við ýmsar af-
leiðingar þess að
mikilvægi starfs-
reynslu sem skilyrði
fyrir skólavist hefur
minnkað. Nemarnir
okkar hafa sumir
aldrei unnið með
fötluðum. Þetta
veldur okkur oft
vandræðum. Við
eigum fátt sameigin-
legt með þessari per-
sónu sem er að læra
að vera þroskaþjálfi. Þessi þáttur á
eftir að verða meira áberandi. Nemar
í þroskaþjálfun verða nemar í ákveðn-
um háskóla þar sem hægt er að verða
sér úti um starfsréttindi I þremur öðr-
um fagstéttum. Það verður auðveld-
ara en áður að skipta um grein og
fleiri nemar í þroskaþjálfun eiga, líkt
og kennaranemar, eftir að fara í gegn-
um allt námið án þess að starfa í
bransanum nema þær vikur sem
skipulagt verknám stendur. Það
mæðir því á okkur að veita þessum
nemum fullnægjandi fræðslu og þjálf-
un á námstímanum þannig að þeir
geti öruggir hafið störf sem þroska-
þjálfar að námi loknu.
Með tilkomu háskóla verður ábyrgð
okkar enn meiri um að standa hver og
einn undir kröfum okkar eigin reglu-
gerðar og siðareglna um að sækja sí-
og endurmenntun. Háskólinn á eftir
að opna okkur marga möguleika á því
sviði en ábyrgðin verður alltaf hjá
okkur sjálfum hverju og einu, að
halda við og auka þekkingu okkar og
færni í þroskaþjálfun.
Ef við horfum aftur til baka yfir starfs-
vettvang okkar þá hefur margt breyst
hjá okkur flestum. Mörg okkar hafa
líkt og ég byrjað á stóru altæku stofn-
Við [, urfum að
verða lektorar
og prófessorar í
},rosl?a|, j álf u n
með masters- og
JoUtorsgráður í
fraeðigfreinum
sem samræmast
fag'imi.
var ekki sál-
I ræði ng'ur, ekki
iðjujjjálfi, ekki
talmeinafræðing-
ur, ekki kennari,
ekki sjúkrajjjálfari,
ekki fóstra.
Eg var o^ er
proskapjálfi.
Þ r o s k_a þjálfafélag
10