Þroskaþjálfinn - 1998, Blaðsíða 11

Þroskaþjálfinn - 1998, Blaðsíða 11
ununum, annað hvort á Akureyri, í Mosfellsbænum, eða í Grímsnesinu. Við munum sum að einu sinni voru þroskaþjálfar eina fagstéttin sem vann með fólki með fötlun. En við „flutt- um“ út úr vernduðu umhverfi hæl- anna og höfum fylgst með nýjum stéttum verða til á „okkar svæði“ og stundum hefur okkur þótt nóg um samkeppnina. Við höfum farið í gegnum tímabil óöryggis og það hef- ur jafnvel verið reynt að telja okkur trú um að fagþekking okkar sé ekki nauðsynleg á einum af helsta starfs- vettvangi okkar, heimilum fólks. En við höfum aðlagað okkur þeim breyt- ingum sem ég tel að við höfum í flest- um tilfellum skapað sjálf til að mæta þörfum skjólstæðinga okkar. Við, öðrum stéttum fremur, höfum valdið jákvæðum straumhvörfum í lífi fólks með fötlun. Það verður alltaf að vera hlutverk okkar. En hver verður starfsvettvangur þroskaþjálfa í framtíðinni. Eg tel að við eigum, hér eftir sem hingað til, eftir að vinna þar sem fatlaðir njóta þjónustu hvar sem er í þjónustunet- inu. Fatlaðir eru ekki lengur á sér- stofnunum heldur sækja þeir í aukn- um mæli þjónustu á sömu staði og aðrir, því er það spá mín að starfsvett- vangur þroskaþjálfa á eftir að breikka. Eg held einnig við eigum eftir að veita fólki þjónustu sem hefur ekki notið hennar hingað til. Af hverju er þroskaþjálfun ekki veitt til fólks sem fatlast t.d. vegna slysa eða áfalla á full- orðins árum? Þarf þessi hópur ekki á því að halda að unnið sé af víðtækri þekk- ingu að því að draga úr áhrifum fötlunar- innar á daglegt líf? Að horft sé á þarfir og væntingar þessa fólks með virð- ingu og að einstaklingsmiðuð þjón- usta sé veitt? Við eigum eftir að vinna í auknum mæli með öðrum stéttum. Sum okk- ar eru þegar komin með mikla reynslu á því sviði, orðin vön að vinna í teymi og þekkjum hlutverk þroskaþjálfans í teyminu. Sérfræðingsins sem ber á- byrgð á þroskaþjálfun, heldur utan um og gætir að daglegum þörfum skjólstæðingsins, safnar saman upp- lýsingum og samræmir meðferð og starf, t.d. talmeinafræðings, næring- arfræðings, sálfræðings og kennara. Sérfæðingurinn sem hefur það ávallt í fyrirrúmi að dregið sé úr áhrifum fötl- unar á daglegt líf skjólstæðingsins. Eg er búin að fara, í stórum dráttum, yfxr hvernig einn þroska- þjálfi varð til, hvern- ig hann er orðinn og hvernig hann getur hugsanlega orðið. Hann er búinn að vera þroskaþjálfi á lokaðri stofnun. Hann er í dag starf- andi á ýmsum stöðum þar sem skjól- stæðingar hans þurfa á honum að halda. Hann er ekki alveg viss um hvaða titil hann ber í framtíðinni, en hann er viss um að margir kollegar hans eiga eftir að verða skilgreindir sem eftirtektarverðir fræðingar á sfnu sviði. Fræðingar sem öðrum fremur starfa samkvæmt hugmyndafræði sinni og siðareglum. Salóme Þórisdóttir forstöðuþroskaþjálfi Nám á háskóla- stig'i opnar leið í fræðimennsku. Fræðimennsha með rannsóhnum og’ Jiróunarvinnu verður hluti af sjálfsmynd ohhar. ÞROSKAÞJÁLFAR LAUSAR STÖÐUR Á EGILSSTÖÐUM Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Austurlandi auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar: • 2 stöður forstöðumanna við tvö sambýli á Egilsstöðum. • i staða yfirþroskaþjálfa við Hcefingu á Egilsstöðum. Stöðurnar veitast frá i. seþtember nk. eða eftir nánara samkomulagi. • i staða íafleysingu forstöðumanns sambýlis og íbúða á Egilsstöðum frá september nk. til aprílloka 1999. Til greina kemur að um áframhaldandi ráðningu verði að rceða. Forstöðumaður ber ábyrgð á; starfsemi sambýlanna þ.e. innra starfi, starfsmannahaldi og samskiptum við aðstandendur og stofnanir s.s. skóla, vinnustaði eða aðra staði sem íbúar sækja þjónustu til; að unnið sé eftir stefnu Svæðisskrifstofu Austurlands. Yfirþroskaþjálfi, í samvinnu við forstöðumann setur upp, ber ábyrgð á og framkvæmir starfs- og þjálfunaráætlun og tekur þátt í stjórnun og uppbyggingu á innra skipulagi Hæfingar. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum ríkisjóðs og Þroskaþjálfafélags Islands. Nánari upplýsingar eru veittar af Soffíu Lárusdóttur eða Guðbjörgu Gunnarsdóttur á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Austurlandi í sími 471 1833 11

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.