Þroskaþjálfinn - 1998, Blaðsíða 18
gengið vel og hefur sífellt
verið að styrkjast.
Allir þekkja alla.
Samfélög hér á Vestfjörðum
eru yfirleitt fámenn. Fá-
mennið getur boðið upp á
marga kosti. Samfélagið er
gegnsærra, sem m.a. stuðlar
að því að þjónustuþörfin
verður ljós fyrr og því auð-
veldara að bregðast við með
viðeigandi þjónustu.
Persónuleg tengsl við
sveitarstj ór nir.
Fámennið er hér kostur, þar
sem ekki þarf að leita til
flókins stjórnkerfis með úr-
lausn eða samvinnu, heldur
er hægt að leita milliliða-
laust til þeirra sem hafa
ákvörðunarvaldið í höndum
sér. Það stuðlar að því að ósk-
um er hægt að svara með
skilvirkum og hröðum
hætti.
Þroskaþjálfar 4 Svœðisskrifstofu Vestfjarða. Efri röS: Sóley VeturliSa-
dóttir, Hugrún Kristinsdóttir og Hlíf Hrólfsdóttir. NeSri röS: SigfríSur
Hallgrímsdóttir, Arnheiður Jónsdóttir og Laufey Jónsdóttir.
3. Mörg kerfi standa að
þjónustunni.
Þjónusta við fólk með fötlun
er á ábyrgð margra aðila. Al-
menna félagsþjónustukerfið á
að sinna almennum þörfum
þeirra, Svæðisskrifstofan á að
sinna sértæku þörfunum,
heilsugæslan og skólakerfið
eiga að sinna þeim almennu
og þeim sértæku þörfum sem
upp koma og lúta að al-
mennu heilbrigði og mennt-
un. Oft hefur það verið ann-
mörkum háð að tryggja
markvissa vinnu þegar þjón-
ustan snertir alla þessa aðila.
Markmið einstakra þjónustu-
þátta eru misjöfn og oft ekki
í neinu samræmi við þau
markmið sem verið er að
vinna að í öðrum kerfum.
Slík vinnubrögð skapa því
spennu á milli þjónustukerfa
sem stundum er erfitt að
leysa.
Hæft starfsfólk.
A Svæðisskrifstofunni er starfandi
starfsfólk með góða þekkingu á mál-
efnum fólks með fötlun. A öllum
skrifstofunum fjórum eru starfandi
sérfræðingar í málefnum fatlaðra, t.d.
eru starfandi þroskaþjálfar á öllum
þjónustusvæðum.
VEIKLEIKAR OG HINDRANIR
NÚVERANDI ÞJÓNUSTU
1. Fagleg einangrun.
Meginveikleika þjónustunnar má
rekja til landfræðilegrar legu svæðis-
ins og fámennis ýmissa sveitarfélaga.
Eins og áður hefur verið komið inn á
er samræmd tenging hinna ýmsu
þjónustuþátta grundvöllur góðrar
þjónustu. Til þess að geta veitt þessa
þjónustu þarf því nokkuð góða fag-
lega breidd í því starfsfólki sem er til
staðar. Fámennið veldur því að ekki
er alltaf hægt að koma þessu við.
2. Skortur á sérfræðiþjónustu.
Þjónusta sálfræðings hefur verið af
skornum skammti og hefur það oft
valdið erfiðleikum. Einnig er mikill
skortur á sjúkraþjálfun á þremur
þjónustusvæðum sem hefur valdið því
að fólk með fötlun, sérstaklega börn,
hafa þurft að dveljast um lengri eða
skemmri tíma á þjónustusvæði I til að
fá nauðsynlega þjónustu. Einnig er
mikill skortur á iðjuþjálfun og tal-
þjálfun. Svæðisskrifstofan hefur reynt
að koma til móts við þetta með því að
verkefnaráða sérfræðinga og einnig er
sjúkraþjálfari í starfi hjá skrifstofunni
sem hefur það hlutverk að veita ráð-
gjöf og stuðning til annarra svæða.
A öllum skrif-
stofunum fjórum
eru starfandi
sérfræáingar í
málefnum fatl-
aðra, t.cl. eru
starfancli
Jaroskajjjálfar á
öllum Jjjónustu-
svæðum.
4. Ör starfsmannaskipti/
lág laun.
Eðli starfa með fötluðum er þannig að
þau reyna mikið á, bæði andlega og
líkamlega. Þetta veldur því að starfs-
mannaskipti eru ör. Sérstaklega hefur
þetta átt við hjá starfsfólki sem hefur
takmarkaða menntun. Oft er ástæðan
sú að starfsfólk, þá sérstaklega það
sem er ungt, hefur tilhneigingu til að
líta á störf af þessu tagi sem tíma-
bundin, því það ætlar sér einhvern
annan starfa í framtíðinni. Einnig eru
launin lág sem veldur því að starfsfólk
er laustengdara í starfi en ella.
5. Önnur viðhorf.
Viðhorf til þjónustu fatlaðra hafa
gengið í gegnum mörg þróunarskeið
frá því fyrst var farið að veita hana.
Þau viðhorf sem eiga að einkenna
framkvæmd þjónustunnar er m.a. að
stuðla að þátttöku, jafnrétti og á-
byrgð. Þessi sjónarmið eru starfsfólki
ekki alltaf ljós. Sérstaklega getur
þetta orðið erfitt þegar mikil skipti
eru á starfsfólki og erfitt að skapa eðli-
lega samfellu viðhorfa í þjónustunni.
18