Þroskaþjálfinn - 1998, Blaðsíða 30
Leikskólinn
Víðivellir
I-^eikskólinn Víðivellir tók til starfa
28. febrúar 1977 og er hann fjögurra
deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum
6 mánaða til 6 ára.
A Víðivöllum var í upphafi sérdeild
fyrir fötluð börn en hún var lögð nið-
ur haustið 1994.
Á meðan sérdeild
starfaði voru að með-
altali 10 fötluð börn
á deildinni á aldrin-
um 1-6 ára.
Þroskaþjálfar störf-
uðu á deildinni frá
opnun hennar og
skipulögðu þroska-
þjálfun og umönnun
barnanna ásamt öðru
skipulagi á deildinni.
I dag eru 5 þroska-
þjálfar á 3 deildum
leikskólans.
Á Víðivöllum eru 5
börn með viður-
kenndan stuðning, allt frá eintim
klukkutíma upp í 6 klst. á dag. Börn-
in eru á 3 deildum og sjá þroskaþjálf-
ar alfarið um þroskaþjálfun þessara
barna.
Vegna ólíkra fatlana, aldurs og getu
barnanna eru ólíkar áherslur í þjálfun-
inni. Það sem er sameiginlegt er að öll
börnin eru tekin eins
lítið út úr almennu
dagskipulagi og
mögulegt er.
Daglegar athafnir
eru nýttar til hins
ítrasta í þjálfun.
Þegar barn er tekið
út í þroskaþjálfun er
reynt að velja stund-
ir sem eru barninu
síst mikilvægar.
Ekki getum við
merkt annað en að
viðhorfin séu jákvæð
til blöndunar í okkar
leikskóla.
Á Víðivöllum er
löng hefð fyrir veru fatlaðra og
þroskaþjálfa og hefur það vafalaust á-
hrif á viðhorfin. Því er ekki að neita að
töluverðs ótta gætti hjá okkur þroska-
þjálfum þegar sérdeildin var lögð nið-
ur en sem betur fer var sá ótti ástæðu-
laus. Við höfum mjög viðunandi að-
stæður til þroskaþjálfunar, vilji er til
að koma þjálfunarstundum inn í dag-
skipulag, þjálfunarstundir og undir-
búningstímar eru virtir.
Að sjálfsögðu er ennþá ýmislegt sem
betur mætti fara og teljum við það
vera verkefni framtíðarinnar að festa
þroskaþjálfa í sessi inni í leikskólum,
gera góðar starfslýsingar m.a. um
samvinnu leikskólakennara og
þroskaþjálfa þannig að kraftar og
kunnátta allra fullnýtist.
Asta S.Loftsdóttir
Dagný B. Sigurðardóttir
Margrét Magnúsdóttir
Rún Halldórsdóttir
Sigurbjörg Guðmundsdóttir
þroskaþjálfar
...verkefni fram-
tíáarinnar að festa
{noskaþjálfa í sessi
inni í leikskólum,
g'era gfóáar starfs-
lýsing’ar m.a. um
samvinnu leik-
skólakennara og
{jroskajajálfa
Jiannig' aá kraítar
og’ kunnátta allra
fullnýtist.
Eftirtaldir aðilar styrktu útgdfu blaðsins:
SlGLUFJARÐARKAUPSTAÐUR Tjarnarsókn
GRÁNUGATA 24, 580 SlGLUFJÖRÐUR Tjörn, 621 Dalvík
Holtsprestakall Bændasamtök Íslands
Holti, 861 Hvolsvöllur Bændahöllin v/ Hagatorg, 107 Reykjavík
Seyluhreppur Eðalmúr hf
560 Varmahlíð Stórhöfði 22, 112 Reykjavík
J.Á. SF Eiði ehf
Suðurgötu 34, 300 Akranes Eiðisvegi 8-9, 900 Vestmannaeyjar
Jón Indíafari hf Kennaraháskóli Ísi.ands
Lynghálsi 3, 110 Reykjavík Suðurlandsbraut 22, 105 Reykjavík
Jarðboranir hf Ármannsfell hf
Skipholt 50 d, 105 Reykjavík Funahöfði 19, 112 Reykjavík
30
(í