Þroskaþjálfinn - 1998, Blaðsíða 19

Þroskaþjálfinn - 1998, Blaðsíða 19
HVAÐ ER FRAMUNDAN Framundan eru nokkrar breytingar á mnra starfi skrifstofunnar og einnig á starfseminni allri. Meðal annars má nefna að verið er að leggja niður skammtímavistanir og ráða þess í stað svokallaðar “skammtímafjölskyldur” sem sinna því sama og gert er í skammtímavistun en hafa eingöngu einn í sinni þjónustu. Þjónustan er þá veitt í heimahúsi viðkomandi skamm- tímafjölskyldu. Þetta hefur verið reynt í 8 mánuði og gefist mjög vel. Svæðisskrifstofan hefur mótað verk- lagsreglur sem ákvarða hvort börn fá þjónustu skammtímafjölskyldu eða stuðningsfjölskyldu. Nú þegar er komin ákveðin reynsla á þetta fyrir- komulag og eru foreldrar mjög á- nægðir með það. Helstu kostir eru að þeir sem þjónustuna nota líður betur, stjórnunarþáttur skrifstofunnar minnkar og ekki þarf að halda úti dýru húsnæði og öðrum rekstri. Þetta hefur einnig skapað fjárhagslega hag- ræðingu. Alls er áætlað að fjórir til fimm aðilar fái þjónustu skammtímafjölskyldu en aðrir sem hafa nýtt sér skammtíma- vistun fara til stuðningsfjölskyldu. Annað sem skrifstofan er að gera breytingar á er að skipuleggja þjón- ustu við fullorðna fatlaða undir einn hatt og þjónustu við börn undir ann- an hatt. Það hefur verið ákveðin til- hneiging í þá átt að aðskilja þjónustu við þá sem búa í eigin húsnæði og vinna á almennum vinnumarkaði frá þeim sem búa á sambýlum og vinna í sérúrræðum sem skrifstofan hefur sett á stofn. Með því að setja allt undir einn hatt gefst meiri möguleiki á því að nýta þekkingu starfsmanna á fleiri en einu sviði í stað þess að binda þá við einn sérstakan vinnustað. Það þriðja sem skrifstofan er að vinna að er varðandi yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Starfsmenn skrifstofunnar hafa skilað af sér skýrslum um hugsanlega val- kosti sveitarfélaga varðandi yfirfærsl- una. Er nú búið að kynna þessa skýrslu hjá sveitarfélögum á Vest- fjörðum. ÞJÓNUSTUSVÆÐIN Eins og fram hefur komið eru hér á Vestfjörðum starfandi Svæðisskrifstof- ur á fjórum þjónustusvæðum og mun ég aðallega fjalla um starfsemi minni skrifstofanna vegna sérstöðu þeirra. Þjónustusvæði I nær yfir ísafjarð- arbæ, ( Þingeyri, Flateyri, Suður- eyri og ísafjöró), Súðavík og Bol- ungarvík og er Svæðisskrifstofa staðsett á ísa- firði. Á þjónustusvæði I, á aðalskrifstofu Svæðisskrifstofunnar skiptist starf- semin í 5 viðfangsefni sem eru leik- fangasafn og ráðgjafadeild, frekari lið- veisla og atvinnumál, sambýli, vinnu- salur og skrifstofa. Þjónustusvæði II nær yfir Strandasýslu og hluta af Norður ísafjarðarsýslu og er Svæðis- skrifstofan staðsett á Hólmavík. Þetta svæði skiptist í 6 sveitarfélög sem eru Bæjarhreppur, Broddanes- hreppur, Kirkjubólshreppur, Hólma- víkurhreppur, Kaldrananeshreppur og Árneshreppur. Þjónustusvæði III nær yfir Vestur Barðastrandasýslu og er Svæðisskrifstofa staðsett á Pat- reksfirði. Þjónustusvæðið nær frá Arnarfirði suður um, inn í Kjálkafjörð og eru 3 þéttbýliskjarnar, Bíldudalur, Tálkna- fjörður og Patreksfjörður, á þessu svæði. Þjónustusvæði IV nær yfir Austur Barðastrandasýslu og hefur Svæðisskrifstofa verið staðsett á Reykhólum. Þetta svæði nær frá Kjálkafirði að vestan að Gilsfirði að sunnan. A síðasta ári hefur forstöðumaður á Svæðisskrifstofu á Patreksfirði skipu- lagt og séð um þjónustu á svæðum III oglV. Starfsmenn á þjónustusvæðum II, III og IV búa við mikla sérstöðu í störf- um sínum. Þar sér sami starfsmaður um alla þjónustu við fatlaða á sínu svæði, hvort heldur um börn eða full- orðna er að ræða. Beiðnir sem berast eru mjög mismun- andi og eðlilega er mismikil þjónusta sem hver fær. Sveigjanleiki er því mjög nauðsynlegur. Samgöngur geta ver- ið erfiðar yfir vetrar- tímann og getur það tekið starfsmann langan tíma að kom- ast á milli staða. Dæmi er um að starfsmaður hafi þurft að ferðast með snjósleða, snjóbíl eða á skíðum í starfi sínu. Eðlilega er fagleg einangrun mikil þegar maður starfar svona einn út á svæði, en það hefur verið kostur á handleiðslu og ráðgjöf frá sálfræðingi og sjúkraþjálfara frá aðalskrifstofunni á Isafirði auk stuðnings hins fagfólks- ins þar. Við skiptum sameiginlegum verkefnum á milli okkar og vinnum verkefni saman hvar sem við erum staðsettar og notumst við síma og fax. Þar notast vel nokkuð sem við köllum SEM fundir, reglulegir símafundir hálfsmánaðarlega sem eru upplýsinga- og afgreiðslufundir. Eins veitum við hvor annari stuðning hvar sem við erum á svæðunum. Þannig hefur Svæðisskrifstofunni hér á Vestfjörðum tekist, þrátt fyrir miklar vegalengdir og þó aðallega samgönguerfiðleika, að gera þetta að einum og sama vinnu- staðnum í orðsins fyllstu merkingu, þó að langt geti verið á milli deilda. LOKAORÐ Miklar breytingar hafa orðið á störf- um þroskaþjálfa á síðustu árum og verða væntanlega í nánustu framtíð meðal annars með tilliti til yfirfærslu málefnis fatlaðra frá ríki til sveitarfé- laga. Við þroskaþjálfar hjá Svæðisskrifstofu Vestfjarða veltum fyrir okkur hver framtíð okkar stéttar verður. Dæmi er um aá starfsmaáur liafi jjurft að ferðast með snjósleða, snjóLí 1 eáa á skíðum í starfi sínu. 19 Þroskaþjálfafólag

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.