Þroskaþjálfinn - 1998, Blaðsíða 17

Þroskaþjálfinn - 1998, Blaðsíða 17
Þroskapjá lf un \e stfj örðum INNGANGUR * I meðfylgjandi grein verður reynt að varpa ljósi á núverandi stöðu í þjónustu við fólk með fötlun á Vest- fjörðum. Kynntir verða þeir styrkir og kostir sem þjónustan býr við og einnig þeir veikleikar og hindranir sem við stöndum frammi fyrir. Við fjöllum um sérstöðu okkar á Vest- fjörðum og skiptingu þjónustu Svæð- isskrifstofu í fjögur þjónustusvæði. Að lokum erum við með vangaveltur um hvað framtíðin ber í skauti sér fyr- ir okkur sem höfum menntað okkur sem þroskaþjálfa. ALMENN KYNNING Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Vestfjörðum vinnur samkvæmt lög- um frá 1992 og breytingu við þau lög 31. des. 1996 og reglugerðum við þau lög. Svæðisskrifstofan hefur kappkostað að hafa þjónustuna sem næst heima- byggð hins fatlaða og er Vestfjörðum skipt í fjögur þjónustusvæði. Hug- myndin að baki þessu fyrirkomulagi byggist á því að veitt er ákveðin grunnþjónusta á hverju svæði svo ekki sé þörf á að sækja hana út fyrir svæð- ið. Þessi grunnþjónusta tekur til m.a. leikfangasafns, skammtímavistunar, afgreiðslu umönnunarbóta, stuðn- ingsfjölskyldna, ráðgjafar, aðstoðar við útvegun atvinnu, búsetu og frek- ari liðveislu. Ef um sérhæfða þjón- ustu er að ræða er hún sótt til aðal- skrifstofunnar á Isafirði eða í formi að- keyptrar sérfræðiþjónustu. Þetta fyr- irkomulag hefur tryggt nokkuð eðli- legt samræmi í þjónustunni þar sem viðkomandi hefur búið og án efa kom- ið í veg fyrir að fólk hafi þurft að flytja burtu. Við uppbyggingu þessa hefur verið náið samstarf við sveitarfélögin og hafa þau aðstoðað við að koma þjónustunni á stofn, meðal annars með því að útvega húsnæði undir skrifstofur og skammtímavistanir. Alls eru 92 einstaklingar í þjónustu Svæðisskrifstofunnar sem skiptast niður á þjónustusvæðin eins og mynd- in hér sýnir. Ibúafjöldi á Vestfjörðum er 8.634 miðað við 1. desember 1997. KOSTIR, STYRKIR OG TÆKI- FÆRI NÚVERANDI ÞJÓNUSTU Skipulag þjónustunnar. Skipulag þjónustunnar í fjögur þjón- ustusvæði gefur kost á nálægð við þann sem þjónustuna fær. Hún gefur starfsfólki kost á að vinna út frá þörf- um og aðstæðum hvers og eins. Enn- fremur skapast nálægð við önnur þjónustukerfi. Enginn biðlisti. A Vestfjörðum er enginn biðlisti eftir þjónustu, hvort sem um er að ræða búsetu eða aðra þá þjónustu sem veitt er. Þetta hefur gert það að verkum að Svæðisskrifstofan hefur getað komið á þjónustu með mjög stuttum fyrirvara. Gott samstarf við sveitarfélögin. Forsenda góðrar þjónustu er gott sam- starf milli þeirra sem þjónustuna eiga að veita. Lögum samkvæmt eiga sveitarfélög og Svæðisskrifstofa að koma að framkvæmd þjónustu við fólk með fötlun. Samstarf þetta hefur IMONUSTUSVÆÐI I. (Vestur- og Norður Isafjarðarsýsla) Svæðisskrifstofa (aðalskrifstofa) Leikfangasafn og ráðgjafarþjónusta Frekari liðveisla Skammtímaþjónusta Sambýli HæFingarstöð Fjöldi í þjónustu: 65 íbúafjöldi 5.766 IMONUSTUSVÆÐI II. (Strandasýsla) Svæðisskrifstofa (útibú) Leikfangasafn og ráðgjafarþjónusta Frekari liðveisla Skammtímaþjónusta Fjöldi í þjónustu: 7 íbúafjöldi 958 ÞJONUSTUSVÆÐIIII. (Vestur-Barðastrandasýsla) Svæðisskrifstofa (útibú) Leikfangasafn og ráðgjafarþjónusta Frekari liðveisla Skammtímaþjónusta Fjöldi í þjónustu: 14 íbúaQöldi 1.575 IMONUSTUSVÆÐIIV. (Austur-Barðastrandasýsla) Svæðisskrifstofa (útibú) Leikfangasafn og ráðgjafarþjónusta Frekari liðveisla Fjöldi í þjónustu: 6 íbúafjöldi 335 17 Þroskaþjálfafélag í s I a n d s

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.