Þroskaþjálfinn - 1998, Blaðsíða 26
hinn fatlaða og foreldra til að finna út
hvaða úrræði þarf til að allt gangi
upp. Hún þarf að geta tekið á móti
foreldrum með ung fötluð börn og
veitt ráðgjöf varðandi alla þætti, sál-
gæslu, félagsleg réttindi, þjálfun og
ráðgjöf vegna fötlunarinnar. Ráðgjaf-
arþjónustan þarf að
vera aðgengileg fyrir
alla, fatlaða, fjöl-
skyldur þeirra og þá
staði sem fatlaðir
koma á. Þar þarf að
vera til staðar góð yf-
irsýn yfir úrræði á
landsvísu t.d. Grein-
ingarstöð, Sjónstöð
og fleira, og hafa þarf
góð tengsl við þessa
aðila.
Þekking þroskaþjálfa
á þörfum fatlaðra og
ráðgjöf varðandi
hvernig þjónustu þeir þurfa er ómet-
anleg. Starfsfólk félagsþjónustu þekk-
ir þennan hóp ekki mjög vel, a.m.k
ekki allan þennan breiða hóp, þekkir
ekki þarfirnar og veit oft ekki hvaða
réttindi og skyldur er um að ræða.
A mínum vinnustað eru félagsráðgjaf-
ar og sálfræðingar og þar sem ég er ein
eftir af þeim sem komu frá Svæðis-
Viá verðum
að tryg’g'ja
JjroskaJij álfum
stöður innan
skrifstofu, þá er ég sú eina sem þekki
málaflokkinn og æ meira af mínum
tíma fer í ráðgjöf við annað starfsfólk
varðandi málefni þessa fólks og fjöl-
skyldna þeirra. Ég hef mest unnið
með börn og það þekkja þau minnst.
Þau þekkja betur mál fullorðinna, t.d.
geðfatlaðra en þó er
hópur fullorðinna
mikið fatlaðra sem
þau þekkja ekki
mikið.
féla^sjijónustu
framtíðarinnar,
°É t ar erum við
sérfræðing’ar innan
almennrar
Jjjónustu.
Það eru því nokkur
atriði sem ég vil sér-
staklega leggja á-
herslu á.
Við verðum að
tryggja þroskaþjálf-
um stöður innan fé-
lagsþjónustu fram-
tíðarinnar, og þar
erum við sérfræðing-
ar innan almennrar þjónustu.
Þar sem enn er fylgt eftir stefnu sem
kennd er við “blöndun “ er það réttur
fatlaðra og okkar að fá að fylgja þeim
inn á alla þá staði í þjóðfélaginu sem
þeir koma á hvort sem um er að ræða
leikskóla, grunnskóla, framhalds-
skóla, almennan vinnumarkað, tóm-
stundir o.s.frv.
Við verðum að tryggja betur stöður
okkar á sambýlum og annarri búsetu-
þjónustu og í atvinnumálum.
Varðandi launamál þá er ekki spurn-
ing að við stöndum betur í eigin stétt-
arfélagi. Varðandi okkur sem komu á
Ráðgjafardeild Akureyrarbæjar þá var
það þannig um áramótin að við héld-
um okkar launum, réttindum og
skyldum gagnvart okkar stéttarfélagi.
Laun voru sögð sambærileg sem var
ekki rétt. Starfsmenn Akureyrarbæjar
fá fyrir 40 stunda vinnuviku álíka
laun og við fyrir 40 stunda vinnuviku
að viðbættri yfirvinnu.
Varðandi það hvað gerist 1999 þegar
samningurinn við ríkið rennur út, þá
veit enginn hvað verður um okkur,
starfsmennina sem enn verðum í
starfi. Samningurinn milli Akureyrar
og ríkisins nefnir ekki neitt hvernig
eigi að ganga frá okkar málum þegar
að uppgjöri kemur. Þið sem verðið
færð undir sveitarfélögin þurfið að
huga vel að þessu, ráðuneytið sem þið
starfið hjá gerir það ekkert endilega
fyrir ykkur, það er okkar reynsla.
Bestu kveðjur frá Akureyri,
Karóltna Gunnarsdóttir
þroskaþjálfi
Eftirtaldir aðilar styrktu útgáfu blaðsins:
Myndás Aðalstræti 33, 400 Isafjörbur Steypustöðin ehf Malarhöfða 10, 112 Reykjavík
Gunnar Guðni Leifsson Hiiaunbær 4, I i i Reykjavík Bergdal hf Vatnagarðar 12, 104 Reykjavík
Ólafur G Gústafsson Kringlan 7, 103 Reykjavík Hótel Tangi HaFNARBYGGÐ 17, 690 VOPNAFJÖRÐUR
Snæfell hf Hafnartorg, 620 Dalvík Hitastýring hf Þverholt 15 -A, 105 Reykjavík
Hrói Höttur Vesturgötu 52 Vesturgötu 52, 300 Akranes Nasco ehf Höfðabakka 9, 112 Reykjavík
Skólaskrifstofa Vestmannaeyja Ráðhúsinu, 900 Vestmannaeyjar Málmsteypan Hella hf Kaplahraun 5, 220 Hafnarfjörður
Bakki söluskrifstofa hf Borgartún 29, 105 Reykjavík Vopnafjarðarhreppur Hamrahlíð 15, 690 Vopnafjörður
Stórstúka Íslands Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík
26
Þroskaþjálfafélag
í s I a n d s