Þroskaþjálfinn - 1998, Blaðsíða 9

Þroskaþjálfinn - 1998, Blaðsíða 9
Þrosfcapjá lf un migfmynda fræði ogf framtíðarsýn Endurunnið erindi sem var flutt á starfsdögum |3roslea|)jálf a í nóvember 1997 TT -I__I. ugmyndafræði og framtíðarsýn þroskaþjálfunar er afar viðamikið og jafnframt verðugt mál að setja á blað og koma á framfæri. Það er hins veg- ar ekki auðvelt. Hvernig er hægr að nálgast þetta efni? Hvað get ég sagt um hugmyndafræði og fram- tíðarsýn þroskaþjálfa? Eftir nokkrar vangaveltur varð eft- irfarandi þankagangur til. Þankaganur sem er algerlega á mína ábyrgð og byggður á minni reynslu og mínum hugmyndum um þroskaþjálf- un í dag og í framtíðinni. Þar sem framtíðin byggir á fortíðinni er alltaf gott að byrja þar að leita sér efniviðs þegar byggja þarf ofan á, og við nútíðina. Því kaus ég að horfa til baka yfir feril minn í starfi með fötl- uðum til að setja saman hvernig ég sé hugmyndafræði og starf þroskaþjálf- ans í framtíðinni. Eg hóf feril minn, líkt og margir af okkur þessum miðaldra félögum á Kópavogshæli, sem Sóknarstelpa á karladeild árið 1978. Þaðan lá leiðin í Þroskaþjálfaskólann, sem var á lóð Hælisins. Hælið hefur löngum verið áhrifavaldur í mótun minni sem þroskaþjálfi, og ég veit að svo er um fleiri. Einhver sagði mér að í raun væri Hæl- ið vagga þroskaþjálfunar. En hvað var að gerast og hvaða stefn- ur voru ráðandi í málefnum þroska- heftra fyrir hartnær 20 árum síðan? Stefnurnar sem hæst báru voru „normalisering" og „blöndun". Boð- skapur þessara stefna var talsvert bylt- ingarkenndur, en mér eins og flestum okkar fannst hann aldrei nema sjálf- sagður enda er það einn af hornstein- um þroskaþjálfunar að sruðla að því að fatlaðir njóti sömu lífsskilyrða og aðrir. En þó að stefnurnar hafi runnið nokk- uð greitt niður í þekkingarbrunn minn þá hefur starfsraunveruleikinn ekki alltaf verið í samræmi við það. Að loknu námi var staldrað við á Hæl- inu. Fengist við að stjórna deild þar sem bjuggu saman allt að 17 manns. Ekki var hárt skorað á mælistikum normaliseringar og blöndun var eng- in, enda Hælið alltaf verið altæk stofnun. Seinna var reynsluheimurinn víkkaður úr við störf á sérdeild á grunnskólastigi og í skammtímavist. Eftir níu ára starf sem þroskaþjálfi lá leiðin í þriggja ára framhaldsnám til Bandaríkjanna. Það var dálít- ið erfitt fyrir mig að hefja framhaldsnám í fagi sem hjá mörgum öðrum þjóðum er ekki til. Þroskaþjálfun sem fag er aðallega þekkt innnan Norðurlandanna. Því komst ég fljótt í ákveðna tilvistar- kreppu eða rértara sagt sam- sömunarkreppu. Eg var ekki sálfræðingur, ekki iðjuþjálfi, ekki talmeinafræðingur, ekki kennari, ekki sjúkraþjálfari, ekki fóstra. Eg var og er þroskaþjálfi. Ég fór jafnvel að spá í það hvort fram- haldsnám í þroskaþjálfun væri til. Það framhaldsnám sem ÞSI bauð upp á var að miklu leyti í anda símenntun- ar, við vorum að taka kúrsa sem flest- ir voru kenndir í grunnnáminu. Var e.t.v. eina leiðin fyrir mig að verða sál- fræðingur eða sérkennari að loknu framhaldsnámi? Lánasjóðurinn skilgreindi mig sem nema í framhaldsnámi í sálarfræði. Þeir höfðu engan kafla um framhalds- nám í þroskaþjálfun í sínum fórum. w 1 ’ V 1 Salóme Þórisdóttir, forstöÓuþroskaþjálfi 9 Þroskaþjálfafélag í s I a n d s

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.