Þroskaþjálfinn - 1998, Blaðsíða 15
Siðfræái
í pjónustu
viá fatlaá fóll
Forræáiskyggja, sjálfræáiskyggja, tómkyggja
s..
þau vekja upp enn fleiri spurningar.
Eins er með þennan titil á erindi.
Maður byrjar á að setja spurningar-
merki við „siðfræði þjónustunnar", er
sú siðfræði eitthvað sérstök og öðru-
vísi en siðfræði almennt? Forræðis-
hyggja og sjálfræðishyggja skýra sig að
mestu sjálf en tómhyggja hvað er það?
Eg vil byrja á að taka fram að ég vitna
óspart í eftirtalda aðila í þessu
erindi:, Vilhjálm Arnason, Pál
Skúlason og Kristján Krist-
jánsson, heimspekinga og
Nínu Eddu Skúladóttur
þroskaþjálfa.
Byrjum á því að skoða
nokkrar skilgreiningar
á siðfræði
Bernard Gert segir að siðferði
sé það kerfi sem allar skyn-
samar persónur vilja að annað
fólk fylgi, hvort sem þær gera það
sjálfar eða ekki. Siðferði varðar hegð-
un fólks að svo miklu leiti sem hún
snertir aðra, m.ö.o. þitt frelsi nær
þangað sem nefið á mér byrjar. Og án
siðferðis og siðareglna ríkti gerræði,
kaos og ofbeldi sem ógnar hagsmun-
um allra.
Siðfræóileg umfjöllun er rök-
ræðan um lífsreglur og gildi, á
hverjum við grundvöllum líf
okkar. Hún styðst ekki við
neitt kennivald heldur við hin
bestu rök.
Umorðum þetta enn, svo öruggt sé að
skiljist.
Tilefni siðfræði er að menn kom-
ast ekki hjá því að taka ákvarðanir um
það hvernig þeir vilja haga lífi sínu,
hvernig þeir vilja breyta við ákveðnar
raunverulegar aðstæður og mark-
mið hennar er að komast að því
hvaða viðmiðanir er réttast eða skyn-
samlegast að hafa þegar slíkar ákvarð-
anir eru teknar. Hún er umræðan um
vandamál daglegs lífs með það fyrir
augum að gera menn betur í stakk
búna til að ráða ráðum sínum og haga
sér á þann veg sem þeim er til góðs.
Hún er krafa um réttlátt og gott
mannlíf. Helstu hugtök siðfræðinnar
eru: hamingja, sjálfræði, velferð, rétt-
læti, vinátta, ást. Helstu dyggðir:
viska, hugrekki, hófsemi, réttsýni.
Hagnýting fræðigreinarinnar
er því rétt breytni.
Eiginleg siðfræði er rökræðan
um siðferði.
Þessu er nánast hægt að snúa þannig
að ef við sleppum umræðunni þá
hnignar siðferðinu og líkur á réttri
breytni minnkar.
Lítum þá nánar á stefnurnar. I
lífi okkar sveiflumst við trú-
lega alltaf á milli þessarra
tveggja póla sem forræðis-
hyggja og sjálfræðishyggja
eru. Milli þess að vilja segja
fólki hvernig það á að lifa lífi
sínu og þess að taka tillit til
vilja annarra, þegar hann sam-
rýmist ekki okkar vilja og jafn-
vel ekki skilningi okkar á vel-
ferð annarra.
Forræðishyggjuna þekkj-
um við vel, hún virðist oft hafa höfð-
að heldur mikið til okkar sem starfs-
stéttar, við vitum jú alla jafnan betur
hvað þroskaheftum er fyrir bestu en
þeir sjálfir, en hún felur líka í sér að
þeir sem meira vit hafa og meira mega
sín, verji hina minnimáttar fyrir
margvíslegum vanda sem þeir fyrir-
sjáanlega ráða ekki framúr (einhverra
hluta vegna erum við jú á kaupi).
Sjálfræðishyggjan gengur út á að
15
Proskaþjálfofélag
Islands