Lögmannablaðið - 2024, Blaðsíða 7
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/24 7
Áskoranir og viðbragðsleysi
Sigurður Örn fór yfir helstu breytingar á félagatali LMFÍ en
töluverður kynjahalli hefur verið innan félagsins þó greina
megi lítilsháttar bætingu á milli ára. Um þetta sagði Sigurður:
„Enn er þó langt í land en verkefni félagsins verður áfram að
tryggja að lögmennska sé gjöfult og spennandi ævistarf sem
hentar öllum, óháð kyni, fjölskylduábyrgð eða öðru slíku.“
Í þessu sambandi nefndi Sigurður Örn samstarf LMFÍ og
stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands, en nýlega var gerð
könnun á meðal félagsmanna um kjör, vinnutíma, streitu og
annað slíkt sem hefur áhrif á vinnuumhverfi lögmanna. Þá sagði
Sigurður Örn: „Það er gleðilegt að segja frá því að í gær skilaði
Maríanna Hlíf Jónasdóttir nemandi í hagnýtri jafnréttisfræði
ritgerð sinni sem ber heitið „Starfsaðstæður og kjör lögmanna;
kortlagning stöðu lögmanna út frá kynja- og jafnréttisfræðum“.
Efnið virðist mjög áhugavert og má þar finna fjölda tillagna
sem ég vonast til að muni nýtast jafnt félaginu sjálfu sem og
félagsmönnum þess.“
Sigurður Örn fór yfir helstu verkefni félagsins á liðnu starfsári
og gat þess að innan dómsmálaráðuneytis lægju ótal erindi
óhreyfð frá félaginu og nefndi sem dæmi að allt frá árinu 2017
hefði félagið talað fyrir setningu regluverks um húsleitir á
lögmannsstofum sem væru í eðli sínu mjög viðkvæmar vegna
trúnaðarupplýsinga sem vörðuðu skjólstæðinga og gagnaðila
þeirra: „Við höfum ítrekað óskað þess að slíkar reglur verði
settar og ekki síst í tilefni rannsóknar á síma og skýjaþjónustu
lögmanns sem var heimiluð nú í byrjun árs. Hið sama gildir um
eftirlit með símhlustunum, en svo virðist sem lögreglustjórar
landsins fari ekki eftir settum réttaröryggisreglum og þrátt fyrir
AF ÓHREYFÐUM
ERINDUM OG ÖÐRU
Sigurður Örn Hilmarsson fráfarandi formaður þakkaði félagsmönnum og starfsfólki samstarfið síðustu þrjú ár.
AÐALFUNDUR LMFÍ
Á aðalfundi LMFÍ, sem haldinn var miðvikudaginn 29. maí síðastliðinn, taldi Sigurður Örn
Hilmarsson fráfarandi formaður upp helstu málin sem unnið hefur verið að síðasta árið og ræddi
um viðbrögð erinda í dómsmálaráðuneyti, eða öllu heldur um viðbragðsleysi.
Gerðar voru breytingar á samþykktum félagsins sem leyfa rafræna fundi og kosningar og frá
árinu 2025 munu allir virkir félagar greiða árgjald.