Lögmannablaðið - 2024, Blaðsíða 23

Lögmannablaðið - 2024, Blaðsíða 23
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/24 23 LÖGFRÆÐIN EITTHVAÐ TIL AÐ HALDA SÉR Í LITIÐ YFIR FARINN VEG: Hjörtur Torfason hefur ennþá brennandi áhuga á lögfræði. Hann mætir á fræðafundi innan lögfræð- inga samfélagsins og lætur til sín taka. Nú er hann að mestu hættur að praktísera og vinna að þýðingum enda að nálgast 89. afmælisdaginn. Faðir þinn var lögfræðingur og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í gegnum sína starfstíð, blundaði alltaf í þér að feta í fótspor hans? Nei, ekkert endilega en ég bar mikla virðingu fyrir störfum hans. Pabbi var mjög vinnusamur og sagði stundum, trúr bóndanum í brjósti sér, að sumardagurinn fyrsti væri líklega eini dagurinn sem hann héldi heilagan. Þegar ég fæddist var hann sýslumaður á Ísafirði en árið 1943 var hann skipaður tollstjóri og við fluttum til Reykjavíkur. Svo var hann fljótlega skipaður sáttasemjari í vinnudeilum og gegndi því starfi í áratugi. Ég var óbeint undir áhrifum frá föður mínum og störfum hans en ég hafði líka áhuga á pólitík á þessum árum. Þannig velti ég fyrir mér að fara frekar í hagfræði en við nánari umhugsun komst ég að þeirri niðurstöðu að hentugra væri fyrir mig að fara í lögfræðina því að í lögunum hefði maður eitthvað til að halda sér í en hagfræðin væri meira á floti. Ég sé ekki eftir því. Þú stundaðir líka latínunám samhliða laganámi við Háskóla Íslands. Hvað kom til? Ég var máladeildarmaður og hafði gaman af latínu, sem Kristinn Ármannson kenndi í MR. Hann var einnig kennari í háskólanum svo það var auðvelt að halda áfram en ég tók bara eitt ár af þremur og lét það duga. Latínukunnáttan varð mér hjálpleg á ýmsan hátt. Hvað kom til að þú fórst í framhaldsnám til Kanada? Ég útskrifaðist úr lögfræði árið 1960 og þóttist finna að tímarnir væru að breytast. Fram að því voru tiltölulega fáir eigendur fyrirtækja með náinn stuðning frá lögmönnum og þeim dugði oftast að tala við bókhaldarann og endurskoðandann. Ég ákvað að fara í framhaldsnám á sviði félaga- og viðskiptaréttar. Ég vildi fara til enskumælandi lands og á þessum tíma var hægt að fá svokallaðan Canada Council styrk í Kanada, auk styrkja til Bandaríkjanna sem ekki voru á lausu. Ég sótti um

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.