Lögmannablaðið - 2024, Blaðsíða 19

Lögmannablaðið - 2024, Blaðsíða 19
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/24 19 af þeim en hann vann hjá fjárfestingarbankanum Goldman Sachs í tæplega 20 ár. Þar var mikið lagt upp úr starfsþróun starfsfólks og leitast við að nýta þá þekkingu og reynslu sem mannauður fyrirtækisins bjó yfir. Var þar um að ræða mentorsambönd en einnig gátu starfsmenn gegn hlutiverki starfsþjálfa (e. coach) eða bakhjarls (e. sponsor) fyrir aðra innan fyrirtækisins. Gunnar sagði reyndari starfsmenn einnig hafa fengið mentora sem voru nýkomnir úr háskóla til að kenna þeim að nota samfélagsmiðla svo dæmi sé tekið. Hvatt var til þess að vera með net mentora til lengri eða skemmri tíma og að það hefði verið gagnlegt að hafa einhvern á vinnustað sem hægt var að spegla sig í: „Á tímabili var ég með fimm til sex mismunandi mentora en ég held að á þessum 20 árum sem ég vann hjá fyrirtækinu hafi ég haft um MENTORPRÓGRAMM LÍ OG LMFÍ Í vor byrjaði Lögmannafélagið með mentorprógramm í samstarfi við Lögfræðingafélagið sem hefur verið með slíkt verkefni í gangi frá því í ársbyrjun 2018 við góðan orðstír. Prógramminu er ætlað að koma til móts við unga lögfræðinga og lögmenn til að efla frekar tengsl innan stéttar og vilja spegla sig í þekkingu reynslumeiri lögfræðinga eða lögmanna. Í ár hafa 16 þátttakendur fengið mentora á vegum félaganna tveggja en áformað er að hafa prógrammið í gangi allan ársins hring hér eftir. Margir lögmenn kannast sjálfsagt við að hafa í upphafi ferils síns verið með fyrirmyndir í starfi sem hafi jafnvel haft djúpstæð áhrif á þá og þeirra starfsferil. Oft hafa þetta verið einhverjir eldri og reyndari lögmenn sem hægt hefur verið að leita til með álitaefni og spurningar. Mentorprógramm LÍ og LMFÍ er einmitt ætlað að koma til móts við þau sem eru að hefja störf og vonandi á það eftir að hafa góð áhrif. Verkefnið á sér fyrirmynd frá Djöf í Danmörku sem hefur ríflega 500 mentora innan sinna raða. Reynsla af mentor í USA Mikil hefð er fyrir mentorprógrömmum hjá bandarískum fyrirtækjum og á upphafsfundi verkefnisins í apríl síðastliðnum sagði Gunnar Jakobsson fv. varaseðlabankastjóri frá reynslu sinni Gunnar Jakobsson sagði að mentorprógramm gæti verið gríðarlega öflugt verkfæri; „Það sem maður leggur inn í svona samband er það sem ræður því hverju það skilar og það að vera „mentee“, eða vera mentor, er lærdómsferli,“ sagði hann.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.