Lögmannablaðið - 2024, Blaðsíða 14
14 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/24
bætast svo dómstólarnir, lögreglan og aðrar stofnanir. Það þarf
ekki nema forneskju lega afstöðu eins af þessum aðilum til að
vinnuumhverfið verði fljótt óaðlaðandi. Þá skiptir auðvitað
miklu máli að hinir eigin legu yfirmenn á lögmannstofunum séu
meðvitaðir um þetta, setji skýrar línur og aðstoði kollega sína
við að setja viðeigandi mörk.
Helga Melkorka: Það má velta því fyrir sér af hverju fleiri
körlum finnst starfið spennandi en konum.
Áhættusækni og óvissa
Arnar Vilhjálmur: Getur verið að konur séu samviskusamari? Eru
þær að gera meiri kröfur til sín í aðstæðum þar sem ákveðið kæruleysi er
nauðsynlegt?
Berglind: Já, ég held það. Við mættum vera betri við okkur
sjálfar.
Helga Melkorka: Svo eru konur mun færri í eigendahópum
lögmannsstofa.
Eva Dóra: Konur velja frekar öryggi. Ég útskrifaðist árið
2013 og þá fóru þrjár úr sama árgangi að vinna á stærri
lögmannsstofum þar sem þurfti að skila ákveðnum tímafjölda
á dag. Þær buguðust undan þessu. Við vitum sjálf, sem erum í
lögmennsku, að vinnan fer mikið fram á kvöldin og um helgar.
Þær sátu yfir þessu á kvöldin eftir úlfatímann án þess að fá
greidda sérstaklega fyrir yfirvinnu í tæplega tvö ár og fóru svo
að vinna hjá ríkinu.
Sigurður Örn: Áhættusækni er eitthvað sem ég hef ekki velt
fyrir mér, en það kann að vera að þetta sé einhver þáttur. Fæstir
lögmenn búa að reglubundnum verkefnum og það er þessi
stanslausi – oftast órökrétti ótti – við að síminn hætti einfaldlega
að hringja. Við erum t.d. með fjórtán manns á launaskrá á
minni stofu og ég hef takmarkaða innsýn í hver helstu verkefni
þeirra verða eftir sex mánuði. Þó þessu fylgi óhjákvæmilega
einhver óvissa er áhættan samt líklega ekki svo mikil í rekstri
lögmannstofa samanborið við annan rekstur.
Helsta hlutverk lögmanna er að ráða umbjóðendum sínum heilt.
Þar er samviskusemi, heiðarleiki og skynbragð á hugsanlegar
áhættur auðvitað lykilatriði. Ég held að áhættusækni sé ekki
endilega eftirsóknarverður eiginleiki í lögmanni.
Eva Dóra:Það koma alveg tímar þar sem ég velti fyrir mér: Af
hverju er ég alltaf með hugann við vinnuna?
Berglind: Við skulum ekki gleyma því að það eru réttindi sem
fylgja því að vinna hjá öðrum; sumarleyfi, stytting vinnuvikunnar,
veikindaréttur …
Sigurður Örn: Ég hef rætt þetta við ótal manns og stundum
segja karlarnir í hálfkæringi að konurnar séu bara miklu klárari,
þær hafi vit á því að hætta. Í því felst smá uppgjöf gagnvart
viðfangsefninu. En lögmennskan á að vera starf fyrir alla
sem hafa áhuga og getu til að sinna því. Lögmannafélög á
Norðurlöndum eru að glíma við sama vandamál en hins vegar
er þessu öfugt farið í baltnesku ríkjunum. Í Eistlandi eru fleiri
konur lögmenn og enginn veit af hverju. Þar eru meira að segja
komnar áhyggjur af því að þetta sé að verða kvennastétt.
Helga Melkorka: Ég man fyrir 20 árum þegar við stofnuðum
Félag kvenna í lögmennsku þá veltum við fyrir okkur hvernig
við gætum gert lögmennsku að meira spennandi starfsvettvangi.
Okkur hefur hins vegar lítið miðað áfram á þessum tíma í þessu
jafnréttismáli!
Berglind Svavarsdóttir. Sigurður Örn Hilmarsson.