Lögmannablaðið - 2024, Blaðsíða 18

Lögmannablaðið - 2024, Blaðsíða 18
18 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/24 minna á mánuði en karlar. Þær eru með lægra tímagjald og með rúmlega 100 þúsund króna lægri mánaðarlaun. Mestur munur er 11% hjá fulltrúum, hjá innanhússlögmönnum er munurinn 9% og 8% hjá sjálfstætt starfandi lögmönnum. Til samanburðar má geta þess að samkvæmt Hagstofu Íslands var óleiðréttur launamunur kynjanna 9,1% árið 2022. Gera má ráð fyrir að færri vinnustundir og þar með lægri laun hjá konum í lögmannastétt séu afleiðing meiri heimilis- og fjölskylduábyrgðar. Þar hallar á karla sem þurfa að vinna fleiri vinnustundir í stað þess að taka ábyrgð á fjölskyldulífinu til jafns á við maka sína. Þar geta vinnustaðir stigið inn og gert öllum starfsmönnum kleift að samræma vinnu og einkalíf. Það er til dæmis hægt að gera með því að móta fjölskyldustefnu sem hluta af stefnumótun í mannauðsmálum. Starfsumhverfi Starfsumhverfi lögmannsstofa virðist henta konum verr en starf hjá fyrirtækjum og stofnunum en þær sækja mun meira í innanhússlögmennsku. Þetta er í samræmi við erlendar rannsóknir sem hafa sýnt fram á að karlar séu mun líklegri til að vera sjálfstætt starfandi lögmenn en konur líklegri til að starfa hjá fyrirtækjum eða hinu opinbera. Í fyrrnefndri könnun LMFÍ merktu 47% kvenna en 23% karla, sem höfðu hætt að starfa á lögmannsstofu, við að þau teldu starfið ekki nógu fjölskylduvænt en karlarnir gátu frekar hugsað sér að starfa aftur á lögmannsstofu. Velta má upp hvort til séu leiðir til að gera starf lögmanna á lögmannsstofum fjölskylduvænna. Er t.d. vinnutími lögmanna á stofum nógu sveigjanlegur? Er hugað nógu mikið að starfsaðstæðum lögmanna? Hvað er til ráða? Konur innan karlastétta Konur innan karlastétta mæta fjölbreyttum hindrunum sem rekja má til áhrifa kynjakerfisins. Til að uppræta það innan lögmannastéttar þarf að bregðast við misrétti en meðal þeirra tillagna sem Maríanna lagði til var að gera konur innan LMFÍ sýnilegri, gæta þess að konur fái sömu tækifæri og karlar innan stéttarinnar, hvetja lögmannsstofur til að tileinka sér starfshætti sem ögra staðalímyndum, stuðla að launajafnrétti kynjanna og koma í veg fyrir að körlum innan stéttar sé umbunað umfram konum. Þess má svo geta að „glerþakið“ ósýnilega hamlar konum í lögmannastétt en þær þurfa að hafa meira fyrir ímynd sinni og trúverðugleika og mæta annars konar viðmóti heldur en karlar. Skýrsla Maríönnu Hlífar er aðgengileg á heimasíðu LMFÍ. Eyrún Ingadóttir Það kemur á óvart í könnun LMFÍ hve stórt hlutfall lögmanna telur samspil vinnu og einkalífs ganga vel enda bendir ýmislegt til þess að margt megi betur fara. Fjölskylduábyrgðin virðist enn liggja meira hjá konum en körlum.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.