Lögmannablaðið - 2024, Blaðsíða 12
12 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/24
innanhússlögmenn þar sem 39,9% kvenna undir 50 ára eru
innanhússlögmenn samanborið við 23,8% karla. Munurinn er
hins vegar minnstur þegar skoðað er hlutfall þessa aldurshóps
sem starfar sem fulltrúar á lögmannsstofum, þar sem 20,3%
karla fylla þann hóp samanborið við 31% kvenna.
Munurinn milli kynja er hins vegar umtalsvert minni þegar
horft er til starfsvettvangs lögmanna eldri en 50 ára. Þannig
eru 69,3% karla í þessum hópi sjálfstætt starfandi og 63,9%
kvenna. Hlutfall lögmanna í umræddum aldurhópi sem starfa
sem fulltrúar sjálfstætt starfandi lögmanna er 2,8% hjá körlum
en 1,7% hjá konum, en mesti munurinn kemur hins vegar fram
hjá þeim sem starfa sem innanhússlögmenn, en nú starfa 16,6%
karla eldri en 50 ára sem innanhússlögmenn samanborið við
30,3% kvenna.
Ingimar Ingason
Skipulagslög og lög um mannvirki – 24. sept. 2024
Farið yfir helstu reglur skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um mannvirki nr. 160/2010, málsmeðferð skipulagsáætlana,
dóma og úrskurði.
Kennari Ívar Pálsson lögmaður hjá Landslögum.
Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, Reykjavík.
Tími Alls 3 klst. Þriðjudagur 24. sept. 2024 kl. 9:00-12:00.
Verð kr. 25.200,- fyrir félaga í félagsdeild LMFÍ, kr. 33.600,- fyrir félaga í LMFÍ og LÍ en
kr. 42.000,- fyrir aðra.
Aðgreining vægs heilaáverka, áfallastreitu og annars konar vanda í kjölfar slysa eða árása:
Er þetta alltaf mögulegt? - 7. nóvember 2024
Erfitt getur verið að aðgreina einkenni vægs heilaáverka frá öðrum heilsufarsvanda. Taugasálfræðingar eru stundum
fengnir til að aðstoða við slíkt mat ásamt öðrum. Á námskeiðinu verður fjallað um einkennaskörun vægs heilaáverka,
krónískra verkja og áfallastreitu sem hafa lík einkenni sem oft er erfitt að sundurgreina. Mikilvægt er fyrir lögmenn
að þekkja greiningarvandann sem getur komið upp þegar metnar eru afleiðingar slysa og árása.
Kennari María K. Jónsdóttir Ph.D., prófessor í sálfræði við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í klínískri
taugasálfræði (LSH - Landakot). María hefur ýmiskonar reynslu af heilaáverkum, bæði úr klínísku
starfi, dóms-og matsmálum og rannsóknum.
Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.
Tími Alls 2 klst. Fimmtudagur 7. nóvember 2024, kl. 11.00-13.00.
Verð kr. 18.000,- fyrir félaga í félagsdeild LMFÍ, kr. 24.000,- fyrir félaga í LMFÍ og LÍ en
kr. 30.000,- fyrir aðra.
Önnur námskeið á haustönn
• Hagnýt fjármál fyrirtækja – fjarnámskeið 24. og 29. október 2024
• Samfélagsmiðlar og stafræn sönnunargögn - 5. nóvember 2024
• Skiptastjórn þrotabúa - 3. og 5. des. 2024
Öll námskeið LMFÍ eru einnig í boði í fjarfundi nema annað sé tekið fram.
Nánari upplýsingar og skráning á www.lmfi.is