Lögmannablaðið - 2024, Blaðsíða 8
8 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/24
athugasemdir félagsins þá gætir nokkurs viðbragðsleysis vegna
þessa í ráðuneytinu,“ sagði hann.
Þá lægju í ráðuneytinu heildstæðar tillögur að breytingum á
lögmannalögum, breytingar á lögum um að dómarar rökstyðji
úrlausnir um málskostnaðarkröfu, tillögur um gjafsókn þegar
mál eru ómerkt og heimvísað í hérað en af því hlytist tjón
sem að lögmenn þyrftu oft að bera. Einnig væru tillögur um
breytingar á frestum í kærumálum, sem yrðu þá í svipuðu horfi
og í áfrýjunarmálum, svo lögmenn gætu tekið sumarleyfi eins og
aðrir: „Við höfum þá einnig óskað eftir breytingum á kærumálum
hjá Hæstarétti en nú þarf að skila greinargerðum til varnar
áður en kæruleyfi er veitt með tilheyrandi óþarfa kostnaði þegar
kæruleyfi er synjað“ Sigurður sagðist vonast til þess að þessi mál
myndu þokast áfram á næstunni.
Sigurður Örn fjallaði einnig um félagsdeildina og sagðist
vera afskaplega stoltur af því að félagið hóf að taka þátt í
mentorprógrammi sem Lögfræðingafélag Íslands hefði rekið
um nokkurra ára skeið. „Mér fannst aðdáunarvert hve margir
eldri og reyndari félagar voru tilbúnir til að gefa tíma sinn til
að leiðbeina ungu fólki um næstu skref á þeirra starfsferli. Ég
held að svona mentorprógramm skipti miklu máli,“ sagði hann.
Þá ræddi Sigurður um nefndir félagsins og mikilvægi þeirra.
Á síðasta ári bárust 51 mál til úrskurðarnefndar, sem kvað
upp 31 úrskurð, og til laganefndar bárust 45 umsagnarbeiðnir
frá nefndum Alþingis og ráðuneytum. Eitt af mikilvægum
hlutverkum Lögmannafélagsins er að mæla fyrir réttarbótum og
fóru nefndarmenn laganefndar alls átta sinnum fyrir fastanefndir
Alþingis á síðasta ári.
Þetta var í síðasta skipti sem Sigurður flutti ársskýrslu félagsins
og kvaddi hann með þeim orðum að honum þætti afskaplega
vænt um félagið og að það hefði verið sér heiður að starfa
innan þess. Að því loknu þakkaði hann öllum þeim sem hefðu
unnið með honum þessi ár, jafnt skrifstofu félagsins og þeim
fjölmörgu lögmönnum sem hafa gefið tíma sinn til að taka þátt
í starfi félagsins.
Rafrænir fundir og greiðsla árgjalds
Gerð var breyting á 3. mgr. 4. gr. samþykkta LMFÍ þannig að
stjórn getur hér eftir ákveðið að félagsmenn geti tekið þátt í
félagsfundum rafrænt, þ.m.t. greitt atkvæði án þess að vera á
fundarstað.
Þá var einnig gerð sú breyting á 4. mgr. 18. gr. samþykkta
félagsins, sem kvað á um að félagsmenn 70 ára og eldri þurftu
ekki að greiða árgjald og nýir félagar greiddu ekki árgjald á því
almanaksári sem þeir yrðu félagsmenn. Hér eftir fæst einungis
undanþága á greiðslu árgjalds á grundvelli 2. mgr. 19. gr. laga
um lögmenn nr. 77/1998 sem kveður á um að telji lögmaður
sér ekki fært vegna aldurs eða heilsufars að hafa opna skrifstofu
geti hann leitað undanþágu stjórnar LMFÍ.
Ástæður breytinganna liggja einkum í þeirri staðreynd
að Lögmannafélagið er skylduaðildarfélag og lögbundið
eftirlitshlutverk þess gagnvart félagsmönnum og kostun
úrskurðarnefndar lögmanna, sem félagsgjöldum er m.a. ætlað að
standa undir, er óháð aldri þeirra. Með sama hætti fela umræddar
breytingar í sér að framvegis verða nýjum félagsmönnum gert
að greiða árgjald frá þeim tíma sem málflutningsréttindi þeirra
verða virk, en áður voru nýir félagsmenn undanþegnir greiðslu
árgjalds á því ári sem þeir gerðust félagsmenn. Rökin að baki
þessu eru í grundvallaratriðum þau sömu og gagnvart þeim
félagsmönnum sem orðnir eru 70 ára.
Þá var samþykkt að hækka árgjaldið úr 83.000 krónum í 90.000
krónur. Er um að ræða 8,4% hækkun sem þó er töluvert undir
þeim vísitöluhækkunum sem orðið hafa. Þrátt fyrir þetta má gera
Um 30 manns sátu aðalfundinn sem haldinn var á Hilton Reykjavík Nordica en
svipaður fjöldi hlustaði í fjarfundi.
Hjördís Halldórsdóttir lögmaður á LOGOS stjórnaði
aðalfundinum.