Lögmannablaðið - 2024, Blaðsíða 13

Lögmannablaðið - 2024, Blaðsíða 13
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/24 13 Af hverju hætta konurnar? Arnar Vilhjálmur: Niðurstöður könnunar LMFÍ á síðasta ári gefa sterklega til kynna að konur endist ekki í lögmennsku. Hvað veldur því? Berglind: Það er góð spurning. Þetta er líka svona á Norður- löndunum. Þar útskrifast fleiri konur úr lögfræði en karlar en þær skila sér ekki inn í lögmennsku frekar en hér. Helga Melkorka: Maður veltir fyrir sér hvort konur séu bara minna spenntar fyrir lögmennsku. Við náum ekki að fjölga konum í LMFÍ í takti við fjölda útskrifaðra lögfræðinga. Ég hef oft sagt að það sé nauðsynlegt fyrir stéttina að konur komi inn og vilji vera þar. En konurnar staldra hins vegar stutt við og þar liggur e.t.v. hluti vandans. Ég veit ekki af hverju því þetta er áhugavert starf, fjölbreytt og skemmtilegt. Berglind: Vinnuumhverfi lögmanna er krefjandi bæði fyrir bæði karla og konur. Það er ákveðin streita og endalausir tímafrestir sem hentar ekki öllum. Það virðist ekki vera sama brottfall kvenna hjá öðrum sjálfstætt starfandi greinum eins og innan lögmannastéttar. Ég hef aðeins velt því fyrir mér hvort þetta tengist því að áhættusækni karla sé meiri ef svo má segja og konur þurfi meira öryggi. Eva Dóra: Það gæti verið. Konur eru meira með áhyggjur og karlar geta einhvern veginn stimplað sig meira út úr vinnunni. Berglind: Svo er það óvissan með tekjuöflun, að vita kannski ekki alveg hvað maður ber úr býtum þennan mánuðinn. Þá sé betra að vera einhvers staðar annars staðar á föstum launum. Er lögmennska nógu spennandi? Arnar Vilhjálmur: 36% kvenna í LMFÍ eru innanhússlögmenn á móti 20% karla. Það eru ekki endilega minni starfskröfur gerðar til innanhússlögmanna svo ég velti fyrir mér hvort að ábyrgðin, sem þú berð sem lögmaður á öllum þínum verkum, geti einnig haft áhrif ? Berglind: Nei, haldið þið það? Konur eru vanar því að axla ábyrgð. Eva Dóra: Já, tvímælalaust. Sigurður Örn: Mér fannst áhugavert að sjá í könnuninni að vinnutími innan hússlögmanna er lengri og þá spyr maður sig: Er lögmennska nógu spennandi vinnuumhverfi? Og ef svarið er nei, þá af hverju ekki? Takturinn er auðvitað aðeins annar í innanhússlögmennsku, þó álagið geti verið svipað. Stóra áskorunin er held ég sú staðreynd að vinnu umhverfi lögmannstofunnar er svo víða. Það er enginn einn yfirmaður eða mannauðsstjóri sem getur stýrt verklagi eða mótað stefnu sem mætir þörfum starfsmannanna. Kúnninn er með eigin hugmyndir um verklag og skilafresti og við það KONUR, LÖGMANNSSTARFIÐ OG SAMFÉLAGIÐ HRINGBORÐSUMRÆÐUR Á síðasta ári gerði LMFÍ könnun meðal lögmanna og vöknuðu þá ýmsar spurningar um stöðu kvenna innan stéttarinnar. Í kjölfarið var kynjafræðinemi fenginn til að rýna í niðurstöðurnar út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum og í tilefni þessa, ásamt því að FKL - Félag kvenna í lögmennsku er 20 ára, fengum við nokkra lögmenn til að setjast niður með Arnari Vilhjálmi Arnarsyni lögmanni hjá AVA Legal. Þetta eru þau Berglind Svavarsdóttir, lögmaður hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur og fv. formaður, Eva Dóra Kolbrúnardóttir, lögmaður hjá EVA Lögmenn og formaður FKL, Helga Melkorka Óttarsdóttir, lögmaður hjá LOGOS og Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður hjá Rétti og fv. formaður.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.