Lögmannablaðið - 2024, Blaðsíða 15
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/24 15
Af stjörnulögfræðingum og tengslaneti
Arnar Vilhjálmur: Á þessum 20 árum frá því FKL var stofnað
hefur fjöldi kvenna í félaginu farið úr 29,8% í 32,2%. Það var einmitt
markmið FKL að auka sýnileika kvenna í lögmennsku og fjölga þeim en
árangurinn hefur látið á sér standa. Hafið þið einhverjar hugmyndir um
hvað hægt að gera á þessari vegferð?
Berglind: Tilgangurinn með stofnun FKL var að efla tengslanet
kvenna og það hefur tekist vel að mínu mati. Konur þurfa samt
að vera öflugri í að koma sér á framfæri.
Eva Dóra: Tengslanetið skiptir miklu máli. Við sem erum í
lögmennsku þurfum öll að eiga vin eða vinkonu til að hringja í
til að styðja hvert annað í starfi.
Helga Melkorka: Það ætti að vera eftirsóknarverðara að vera
í starfinu með gott tengslanet. Að vera á vinnustað og geta tekið
spjall við kollega skiptir líka máli. Það liggur við að þetta sé
réttinda mál. Þetta ætti að vera stétt sem konur vilja vera í. Þær
sinna hags munagæslu, eins og öllum þessum lögmanns störfum,
en hvernig birtist lögmannastéttin til dæmis í fjölmiðlum? Hef
ekki gert úttekt á því en virðist sem karlar séu þar umtalsvert
fleiri.
Eva Dóra: Ef þú ætlar á annað borð að vera í lögmennsku
þá þarftu gera þér grein fyrir að þú gengur ekki út klukkan
16.00. Þú verður að gera ráð fyrir yfirvinnu sem og kvöld- og
helgarvinnu. Þau sem komast út kl. 16.00 til að gera og græja
hljóta að vera með tölvuna í fanginu öll kvöld!
Arnar Vilhjálmur: Einmitt, ég tengi við þetta. Öll kvöld, það
er bara þannig!
Eva Dóra: Það eru ekki eingöngu konur sem kjósa að fara
að vinna hjá fyrirtækjum eða stofnunum heldur einnig karlar
og það er heldur ekki alltaf vinna frá 8.00 til 16.00 eins og
margir halda. Að sjálfsögðu er yfirvinnan meira álagstengd
eftir tímabilum, ákveðin skil eða eitthvað þannig og ekki eins
endalaus eins og hjá okkur.
Samfélagið er annars staðar
Arnar Vilhjálmur: Á árunum 2014-2023 luku 516 lögfræðingar
hdl. námskeiði, þar af 254 (49%) konur og 262 (51%) karlar. Af þessum
hópi eru 132 konur (52%) með virk réttindi á meðan 164 karlar (63%)
eru með virk réttindi. Það er 11% munur og hver er skýringin?
Helga Melkorka: Ég hef mikið velt þessu fyrir mér. Af hverju
vilja konur síður vera í lögmennsku? Þær byrja en svo færa
margar sig og gera eitthvað annað. Ég bara átta mig ekki á
þessu. Álag fylgir starfinu og það er tímafrekt en það gildir líka
um mörg önnur störf.
Berglind: Það er mikið álag víða, sjáið bara heilbrigðisstarfsmenn!
Þar er engin smá ábyrgð!
Eva Dóra: Ég er sammála en svo má ekki gleyma því að það er
margt jákvætt við að vera sjálfstæður lögmaður. En að vissu marki
er það í orði en ekki á borði. Við erum ekki með sveigjanleika
þegar við erum að undirbúa aðalmeðferð.
Helga Melkorka: Ég átta mig ekki á því hvað þetta er, það
er víðast annars staðar álag. Svo er áhugavert að velta fyrir sér
framtíð lögmennsku og lögfræðinga. Í dag kunna sumir að horfa
frekar á eitthvað þverfaglegt, jafnvel læra lögfræði og eitthvað
allt annað fag líka.
Eva Dóra Kolbrúnardóttir.Helga Melkorka Óttarsdóttir. Arnar Vilhjálmur Arnarson.