Lögmannablaðið - 2024, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 2024, Blaðsíða 10
10 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/24 Um miðjan maí 2024 voru félagsmenn í Lögmannafélagi Íslands 1032 talsins en það er 3,6% fækkun frá sama tíma árið 2023 þegar félagsmenn voru 1071. Sé samsetning félagsmanna skoðuð út frá þeim dómstigum sem réttindi þeirra ná til, þá má sjá að fjöldi lögmanna sem flutt geta mál fyrir héraðsdómstólum er 658 og fjöldi lögmanna sem að auki hafa réttindi til málflutnings fyrir Landsrétti 89. Fjöldi félagsmanna sem flutt geta mál fyrir öllum dómstigum er svo 284. Þá starfar 1 meðlimur félagsins á grundvelli erlendra málflutningsréttinda. Alls eru 577 lögmenn sjálfstætt starfandi eða 56% félagsmanna. Þá starfa 148 lögmenn sem fulltrúar sjálfstætt starfandi lögmanna og svarar það til 14% félagsmanna. Innanhússlögmenn hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum eru nú 262 talsins eða 26%. Af þeim starfa 72 hjá ríki eða sveitarfélögum og 190 hjá ýmsum fyrirtækjum og félagasamtökum. Fjöldi lögmanna sem ekki stunda lögmannsstörf vegna aldurs eða veikinda er 45 sem svarar til 4% af heildarfjölda félagsmanna. Konur í lögmannastétt Af félagsmönnum í Lögmannafélaginu eru 332 konur eða 32,2% félagsmanna og hefur hlutfallið aldrei verið hærra frá stofnun félagsins. Hlutfall kvenna meðal sjálfstætt starfandi lögmanna heldur áfram að hækka og er nú 42% á móti 40% árið 2023. Hlutfall kvenna sem starfa sem fulltrúar sjálfstætt starfandi lögmanna helst óbreytt milli ára og er 20%. Hins vegar hefur hlutfall kvenna sem starfa sem innanhússlögmenn lækkað úr 28% árið 2023 í 26% í ár, en athygli vekur að lækkunin er alfarið meðal þeirra sem starfa hjá fyrirtækjum og félagasamtökum. Hlutfall kvenna sem hættar eru störfum vegna aldurs helst óbreytt milli áranna 2023 og 2024, en það er 2%. Af þeim 332 konum sem í dag hafa virk málflutningsréttindi eru 266 með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum og 21 auk þess með réttindi til málflutnings fyrir Landsrétti. Þá hafa 44 konur aflað sér réttinda til málflutnings fyrir Hæstarétti. Loks starfar 1 kona hér á landi á grundvelli erlendra málflutningsréttinda. Karlar í lögmannastétt Af félagsmönnum eru 700 karlar. Af þeim hafa 392 aflað sér málflutningsréttinda fyrir héraðsdómstólum og 68 að auki aflað FÉLAGSMÖNNUM FÆKKAR

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.