Lögmannablaðið - 2024, Blaðsíða 17
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/24 17
Þótt Ísland standi að mörgu leyti vel að vígi í jafnréttismálum
þá skiptist vinnumarkaðurinn upp í kvenna- og karlastéttir.
Rannsóknir sýna að kynjaskiptur vinnumarkaður er hagkvæmari
körlum til dæmis varðandi launakjör og stjórnunarstöður.
Auk þess gengur þeim betur að fóta sig í greinum sem teljast
hefðbundin kvennastörf heldur en konum í hefðbundnum
karlastörfum þar sem þær eru líklegri til að verða fyrir fordómum
og áreitni.
Á vormisseri skoðaði Maríanna Hlíf Jónasdóttir háskólanemi
starfsaðstæður og kjör lögmanna á Íslandi út frá kynja- og
jafnréttissjónarmiðum á námskeiðinu „Hagnýting jafnréttisfræða:
Frá bróðurparti til systkinalags“, sem Finnborg Salome
Steinþórsdóttir doktor og aðjúnkt við stjórnmálafræðideild
Háskóla Íslands kennir og byggir þessi grein á þeirri athugun.
Staðan kortlögð
Maríanna Hlíf nýtti könnun LMFÍ, sem gerð var á síðasta
ári, til að kortleggja stöðu kvenna innan lögmannastéttar með
því að beina sjónum að kjörum, starfsaðstæðum og samspili
vinnu og einkalífs lögmanna og að kerfislægum hindrunum
sem vinnumarkaðurinn á sinn þátt í að viðhalda. Í lokin kom
hún svo með tillögur að breytingum til að vinna að framgangi
jafnréttismála innan stéttarinnar.
Heimilisábyrgð og vinna
Rannsóknir hafa sýnt að konur draga frekar úr launaðri vinnu
til að sinna störfum innan heimilis og vinna að meðaltali færri
stundir á viku en karlar. Þetta leiðir svo aftur til kynjamisréttis
á vinnumarkaði. Konur innan LMFÍ vinna að meðaltali einum
vinnudegi færri á mánuði og selja út þremur klukkustundum
KYNJAFRÆÐINEMI
KÍKIR Á KARLASTÉTT
Eitthvað þarf að gera til að fleiri konur velji lögmennsku sem ævistarf og að karlastétt
breytist. Skýr kynjamunur er á fjölmörgum þáttum lögmannsstarfsins og svo virðist sem
karlar skuldbindi sig í starfi en konur reyni að samræma einkalíf og vinnu. Konur vinna
minna - karlar meira, konur rukka minna - karlar meira, konur þéna minna – karlar meira og
svo mætti lengi telja.
skjólstæðinga sinna, svo mikið er víst. Ég er talsvert í sakamálum
og neita almennt að fara í viðtöl. Ég veit um fleiri konur í
lögmennsku sem fara ekki í fjölmiðla með mál enda á að leysa
úr þeim fyrir dómstólum!
Arnar Vilhjálmur: Í Bankastrætismálinu voru fjöldi lögmanna
en aðeins ein kona - það var nú allur sýnileikinn!
Berglind: Konur verða líka að vera tilbúnar til að mæta í viðtöl.
Blaðamenn segja það gangi mjög illa að fá konur til að tjá sig.
Eva Dóra: Fyrirmyndir skipta máli og það skiptir máli að alls
konar fólk sé í lögmennsku. En það sem mér þykir skipta mestu
máli er að það sem lögmenn eru að ræða um í fjölmiðlum sé
fræðilegt, málefnalegt og faglegt.
Helga Melkorka: Kannski er það ímynd stéttarinnar sem er
hvað erfiðust. Lögmennskan er karllæg, þetta hefur verið talin
hefðbundin karlastétt og það hefur enn töluvert vægi. Það þarf
að breytast.