Mímir - 01.05.1964, Blaðsíða 3
B L A Ð
MÍMIR
FÉLAGS STÉDENTA 1 ÍSLENZKUM FRÆÐUM
Ritnefnd: Böðvar Guðniundsson,
Guðrún Kvaran, Vésteinn Ólason ( ábm.).
UM BLAÐIÐ
Ritnefnd MÍMIS hefur nú tekizt að koma út öðru tölublaði þessa árgangs og
þykist því liafa efnt þau Ioforð, er hún gaf í upphafi starfstíma síns um efnis-
magn. Öðrum skal látið eftir að dæma um gæðin. Vafalaust má margt að ritinu
finna, en það getur þá verið næstu ritnefndum livatning til að gera betur. Þeg-
ar útgáfa MÍMIS var hafin fyrir tveim árum, töldu svartsýnismenn, að erfitt
mundi reynast að fá nægilegt efni í eitt blað á ári, en það hefur nú verið af-
sannað rækilega.
Helzta vandamálið, sem við er að glíma, er bið fjárhagslega. En dugnaður nokk-
urra deildarmanna og velvilji ýmissa fyrirtækja, sem annars staðar er getið, bef-
ur gert okkur kleift að koma blaðinu út. Þá liafa Háskólinn og Félag íslenzkra
fræða veitt styrk til útgáfunnar. Við þökkum aðstoðina.
Sú nýbrevtni hefur verið tekin upp að fá erlenda stúdenta, sem bér dveljast, til
að skrifa í blaðið, og teljum við það liafa gefið mjög góða raun. Það eykur fjöl-
brevtnina og kynnir okkur merkar, erlendar bókmenntir, en auk þess er fróðlegt
fyrir okkur að sjá, hvernig stúdentar við aðra háskóla taka á verkefnum svipuð-
um þeim, sem við glímum við bér. Þessum ágætu höfundum þökkum við.
MÍMI liefði vissulega verið Ijúft að minnast með einhverju móti þjóðskáldsins
Davíðs Stefánssonar, en stúdentar bafa nú þegar minnzt hans með ágætri bók-
menntakynningu og einnig nijög glæsilega í nýútkomnu Stúdentablaði. Auk þess
bafa margir lielztu andans menn þjóðarinnar minnzt bans í dagblöðunum. Þótt-
umst við því ekki menn til að bæta liér um, en vafalaust verður einbvern tíma
síðar fjallað um skáldskap lians í MÍML
3