Mímir - 01.05.1964, Síða 12

Mímir - 01.05.1964, Síða 12
orði fyrir sér og breytt því a. m. k. tvívegis, áð- ur en það komst í endanlegt horf. Það hefur loksins orðið árið 1873, eða tveim árum fyrir andlát höfundarins. Tilefnið eitt gerir þetta kvæði hartnær ein- stakt í hókmenntasögunni, svo að naumast mun unnt að finna annað, sem sambu-rilegt sé við það að því leyti. Að vísu er ekki hægt að tala um þetta kvæði sem bókmenntalegt stór- virki, og ekki er það heldur í hópi rishæstu kvæða Hjálmars. En samt felur það í sér töfra. Það er ákaflega fast afmörkuð lieild, og í því er óslitin hrynjandi frá upphafi til enda, knú- in áfram af þungum krafti, en slitin sundur með reglulegu millibili af viðlögunum, þannig að úr verður eins og áframhaldandi tröppu- gangur. Efnislega heildin er ekki síðri og fell- ur ágætavel að ytra búningi verksins. Þetta er tvíræð og óglögg frásögn, íklædd skáldlegum búningi, þar sem fátt er sagt beinum orðum, en fleira gefið í skyn. Það er spenna í frásögn- inni, sem fer vaxandi og nær hámarki sínn skömmu fyrir lok kvæðisins, áður en Hjálmar snýr skyndilega við blaðinu og veltir öllu yfir í kæruleysi og gamansemi. En lesandinn stend- ur eftir jafnnær og veit ekki fremur en höf- undurinn sjálfur, hverju hann eigi að trúa. Sjálfslýsingarkvæðin tvö, Hjálmars lýsing og Lýsing á strokumanni, eru um margt sér- stæð meðal verka Hjálmars. í þeim ríkir gáskafullur og gamansamur tónn, sem er ann- ars heldur sjaldgæfur í kvæðum hans og virð- ist naumast vera honum eiginlegur. Má því ætla, að einhver ytri atvik hafi orðið þess valdandi, að hann orti þessi kvæði, eða að hann sæki sér fyrirmvnd til einhvers eldra kvæðis eða kvæða. Dr. Jón Þorkelsson gaf hæði þessi kvæði út með fleiri verkum Hjálmars á árunum 1915— 19,1 og segir hann Hjálmars lýsingu þar vera orta um 1818, en Lýsingu á strokumanni um 1 Hjálmar Jónsson: Ljóðmæli (Rvk. 1915—19) I, 39—43. 1820. Eins og greint er frá hér að framan, er liandrit það, sem geymir Hjálmars lýsingu, tal- ið skrifað á árunum 1805—20, en handritin af Lýsingu á strokumanni eru hins vegar skrifuð á seinustu æviárum Hjálmars, 1873—75. Þetta veikir óneitanlega tímasetningu dr. Jóns Þor- kelssonar nokkuð, einkum þar sem liann rök- styður hana ekki einu orði, en þarf þó vita- skuld ekki að afsanna hana, því handrit geta týnzt. En áðnr en lengra er haldið, er rétt að víkja lítillega að öðru. Á uppvaxtarárum Hjálmars í Eyjafirði sat séra Jón Þorláksson þar á næstu grösum, eða á Bægisá, og andaðist 1819, árið áður en Hjálrn- ar fluttist til Skagafjarðar. Oþarft er að fjöl- yrða hér um skáldskap Jóns Þorlákssonar, en eins og alkunnugt er, hefur liann fyrst og fremst tryggt sér sæti sitt í íslenzkri bók- menntasögu fyrir þýðingar sínar og þann straum erlendra hókmenntaáhrifa, sem hann veitti inn í íslenzka ljóðagerð. Sem frumskáld er liann miklu síðri, og sker sig þar einkum úr fyrir léttan og gamansaman blæ, sem einkenn- ir margt af frumortum tækifæriskvæðum hans og lausavísum. Áhrif frá kveðskap Jóns Þorlákssonar á verk Hjálmars eru mikil og víðast auðgreinanleg. Þess má sjá merki, að Hjálmar hefur kynnzt verkum hans allnáið, og hýr hann mjög að þeim kynnum og lengi. Það er því ýmislegt, sem vekur grun um, að í þessum kvæðujn feti Hjálmar að meira eða minna leyti í fótspor Jóns Þorlákssonar. Við nánari athugun virðist mér líka, að fyrirmynd- in sé augljóslega á næsta leiti. Eitt af kvæðum Jóns Þorlákssonar ber heitið Sjálfslýsing,1 og í því lýsir hann sjálfum sér á léttan, lipran og heldur gamansaman hátt. Tengslin milli þessa kvæðis og sjálfslýsingarkvæða Hjálmars eru svo augljós þegar við fyrsta lestur, að þess ger- ist ekki þörf að gera ítarlegan textasamanburð á þeim, heldur nægir að nefna dæmi. Til að 1 Jón Þorláksson: íslenzlc ljóðaliók (ICh. 1842—43), II, 505—6. 12

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.