Mímir - 01.05.1964, Blaðsíða 14
ast talizt stórbrotið kvæði, enda stutt og ekki
sérlega viðamikið. Það er einkum eftirtektar-
vert vegna léttleika síns og gamansemi, og á
sínum tíma hefur yrkisefnið sjálfsagt vakið at-
livgli. Þetta virðist Hjálmar liafa fundið, er
hann liefur lesið kvæðið eða heyrt á yngri ár-
um sínum, og þá jafnframt fundið hjá sér
löngun og mátt til að gera betur. Arangurinn
af því mun þá vera kvæðið Hjálmars lýsing.
Þar þræðir Iiann eldra kvæðið þó ekki sérlega
nákvæmlega, lieldur leggur talsvert af efninrx
til frá eigin brjósti og er ófeiminn við að láta
sjálfur gamminn geisa. Árangurinn verður
þokkalegt kvæði, sem aö skáldskapargildi
stendur Sjálfslýsingu Jóns Þorlákssonar
naumast að baki, en geldur þó æsku höíundar
síns svo, að því stendur það nokkuð fyrir þrif-
um. Síðan líður og bíður, Hjálmar glatar þessu
kvæði og það er einungis fyrir hreina tilviljun,
að það hefur varðveitzt þar til nú. Á efri ár-
um sínum tekur hann til við að safna kvæðum
sínum saman, og þá man hann eftir þessu
kvæði, yrkir það upp aftur og Lýsing á stroku-
manni verður til. Það er tvímælalaust lang-
bezta kvæðið af þessurn þremur, þaulhugsað
og hnitmiðað, Hjálmar þræðir þar kvæði Jóns
Þorlákssonar öllu nákvæmar en fyrr, og beitir
auk þess sinni eigin skáldgáfu, sem orðin er
langþjálfuð eftir áratuga viðureign við rímur
og kvæði af flestum tegundum. Ur þessu verð-
ur því þungt og viðamikið kvæði, mótað af
lífsreynslu höfundarins og næmleika skáldsins
á viðbrögð mannlegs sálarlífs. Það skiptir ekki
máli, þótt Hjálmar sé hér berlega að lýsa sjálf-
um sér, því að í kvæðinu sprettur upp hin
ágætasta persónulýsing, sem felld er fagurlega
inn í alþýðlegt form gömlu íslenzku fer-
skeytlunnar.
Ivvæðið Grafskrift er varðveitt á lausu blaði
með liendi Hjálmars, sem liann hefur skrifað
á Eyjafjarðarárum sínum. Á sama blaði stend-
ur eftirbreytni Hjálmars eftir hinum alþekkta
Aldarhætti Hallgríms Péturssonar, og er brag-
arliátturinn, sem Grafskrift er ort undir, hinn
sami og á Aldarhætti, svo að augljóst má telja,
hvaðan hann sé fenginn.
Um efnislega fyrirmynd Hjálmars að þessu
kvæði er erfitt að fullyrða. Erfiljóð og rímað-
ar grafskriftir voru þá mjög í tízkn og sú kveð-
skapargrein útbreidd. Ymsir höfðu og ort yfir
sig sjálfir, svo sem Sigurður Pétursson, sem
kvað:
Hér liggur Péturs Sigurður son,
hans sál á himni (er flestra von!),
til vfirvalds þegar að öðlingur sló hann,
hann át, og hann drakk, og hann svaf,
og svo dó hann.1
Það má minna á, að Jón Þorláksson á Bæg-
isá var einn fyrsti stórframleiðandi erfiljóða
hérlendis, og átti Hjálmar einmitt síðar eftir
að feta mjög í fótspor hans á því sviði. Mörg
af erfiljóðum beggja þessara skálda bera þess
greinileg merki, að þau eru ort annað livort í
hreinu atvinnuskyni eða þá af einberri greiða-
semi við eftirlifandi ættingja, og geldur and-
ríkið þess þá vitaskuld á stundum.
Jón Þorláksson hefur ort nokkur kvæði, þar
sem gætir leiða hans á erfiljóðagerð sinni, en
hann fleytir sér yfir það með meðfæddu glað-
lyndi sínu og léttlyndi. Eru þetta kvæðin Um
dauSa mús í kirkju, Eftir spánskan hrút og
Tittlings minning, og eru þau alþekkt. Ekki
má þó gera ráð fyrir, að þessi kvæði séu bein-
ar fyrirmvndir að Grafskrift Hjálmars, því að
til þess eru þau of ólík. Hins vegar má benda
á annað kvæði Jóns Þorlákssonar í þessu sam-
bandi, en það er kvæðið Grafskriftsem hann
orti yfir sjálfan sig síðustu nótt sína í Galtar-
dal, áður en liann fluttist norður til Bægisár.
Þetta kvæði er þó ort í mun alvarlegri tón en
Grafskrift Hjálmars, og í því gætir ekki sarna
gáskans og þar. Virðist mér ekki ósennilegt, að
Hjáhnar kunni að hafa ort þetta kvæði sitt
1 Siguröur Pétursson: Ljóðmæli (Rvk. 1844) 261.
- Jón Þorlálcsson: íslenzk ljóðabók (Kh. 1842—43
II, 536—37.
14