Mímir - 01.05.1964, Síða 15

Mímir - 01.05.1964, Síða 15
með Grafskrift Jóns Þorlákssonar, |)á er nú var nefnd, í huga, en gamansemina í kvæðið liafi liann sótt til einhvers af hinum kvæðun- um, sem nefnd voru, eða jafnvel þeirra allra. Þetta er þó aðeins tilgáta, og til dæmis gæti vitaskuld einnig verið, að eittlivert minna háttar sveitarskáldið hafi gerzt þarna millilið- ur. Miklu gleggri eru þó efnistengslin milli kvæðis Hjálmars, Grafskrift höfundarins, og Grafskriftar Jóns Þorlákssonar. ICvæði Jóns er stutt, aðeins þrjú erindi, og má sem dæmi taka hér upp fyrsta erindi þess, sem hljóðar svo: Leikhnöttur lukkunnar liggur í þessum reit; mjög þeim hún mislynd var, meir þó oft köld en lieit; hvílu, sem þráði þrátt, þversynjað honum var, og rór á engan liátt unnt, nema þessarar. Efnistengslin milli þessa erindis og fyrsta er- indisins í kvæði Hjálmars eru svo ótvíræð, að á þeim verður naumast villzt, og hið sama á við um hin tvö erindin, svo sem sannfærast má um með einföldum samanburði, sem ekki er þörf á að gera liér. Hér á því enn við hið sama og fyrr, að eldri fyrirmyndir hafa æxlazt og ávaxtazt í verkum Hjálmars og getið af sér sjálfstæð verk. Graf- skrift Jóns Þorlákssonar getur naumast talizt sérlega stórbrotið verk. A svipaðan hátt og Sjálfslýsing er þetta laglega gert kvæði, yrkis- efnið er líklegt til að hafa vakið athygli á sín- um tíma, en andríki höfundarins ekki nægi- legt til þess að gera úr því neitt stórvirki. En þetta kvæði les H jálmar eða lærir, og þá strax virðist það ekki ósennilega verða honum kveikjan í kvæðið Grafskrift. Hann er þó enn ungur og lítt þjálfaður, og því verður kvæði hans máttlítið og uppfyllir naumast kröfur nema frumstæðasta bókmenntasmekks. Á efri árum lians vaknar þelta yrkisefni með honum að nýju, og er hann tekur þá að fást við það, blandast saman við það beiskja hans sjálfs í garð umheims og forlaga, sem honum þykir sem hafi lagzt á eitt til að ofsækja sig og meina sér að njóta hæfileika sinna. Úr því verður kvæðið Grafskrift höfundarins, napurt kvæði og kuldalegt, þar sem Hjálmar segir umheini- inum óspart til syndanna, en skákar sjálfur í því skjólinu, að réttlætið bíði sín handan við gröf og dauða, þar sem drottinn almáttugur muni á efsta degi gjalda sérhverjum þau verkalaun, sem hann liafi unnið til. Af handritunum má sjá, að Hjálmar hefur gengið lengi með þetta kvæði í huga og velt því talsvert fyrir sér, áður en það lilaut endan- lega mynd. Hann hefur breytt ýnisu í því, og meira að segja fellt niður úr því tvö heil er- indi, sem liann liefur verið búinn að yrkja, en við nánari athugun ekki fundizt falla nægilega vel inn í heildina. Þetta kvæði ber þess líka skýr merki, að það er ort af skáldi með lang- þjálfaðan og öruggan listrænan smekk, og fyrir vikið verður það að fastmótaðri heild, þar sem vart má greina nokkra brotalöm. Hjálmar sendi nágrönnum sínum og nánasta umhverfi margra ómjúka sendingu um dag- ana, enda var samkomulagið ekki alltaf upp á niarga fiska. Með þessu kvæði hefur hann vilj- að ríða hæfilegan endahnút á langa keðju hnippinga og sviptinga þeirra á milli og gera upp mál sín við heiminn þannig að í minnum yrði haft. í samræmi við þá fyrirætlun sína yrkir liann þetta hvassyrta og kaldranalega kvæði, þar sem hann útskýrir málin frá sín- um sjónarhóli og flettir ótæpilega ofan af löst- um og spillingu heimsins. Beinagrindina í það sækir liann til Jóns Þorlákssonar, en í holdið og blóðið á liann nóg efni sjálfur. Síðan leggur hann allt sitt ráð í drottins hendur og býður heiminum að naga nú sín dauðu bein. Ur þessu verður því hrikaleg og stórskorin liinzta kveðja mikilhæfs skáldanda til um- lieimsins, sem alla ævina bjó honum of þröng- ar skorður til þess að hann mætti ná að kom- ast til þroska með öðru móti en því að bíta öðru hverju allóþyrmilega frá sér. 15

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.