Mímir - 01.05.1964, Blaðsíða 28

Mímir - 01.05.1964, Blaðsíða 28
Vésteinn Ólason: T 11 •• l vo rit um könnun bókmennta I inngangi að þessum síðasta hluta útlista höfundar nánar hugtakið intrinsic study. Það er sú könnun sem lýtur að efninu sjálfu, gerð þess og eðli. Eðlilegasta og skynsamlegasta upphaf allra bókmenntarannsókna er túlkun og analýsa listaverkanna sjálfra. Þegar allt kemur til alls, eru það aðeins þau sem réttlæta allan áhuga okkar á ævi höfundanna, félags- legu umliverfi þeirra og sköpun verkanna. Síð- ustu áratugi hefur áhugi manna beinzt meira í þessa átt. Hafa menn þá orðið að taka til endurskoðunar ýmis hefðbundin hugtök svo sem form og efni, sem menn hafa löngum litið á sem andstæður. Höfundar vilja innleiða hug- tökin efniviSur (materials) og bygging (struc- ture). Með efnivið eiga þeir við þá þætti verks- ins sem ekki hafa fagurfræðilegt gildi í sjálf- um sér. Þeir mynda hins vegar bygginguna, strúktúrinn. Meðal efniviðarins eru þættir sem áður hafa tilheyrt bæði formi og efni, en bygg- ingin nær líka til forms og efnis að því leyti sem þeim er hagrætt í fagurfræðilegu augna- miði. Yið lítum þá á verkið sem heilt kerfi eða byggingu af táknum (signs), sem þjónar á.tveðnum fagurfræðilegum tilgangi. I fyrsta kaflanum er rætt um tilveru bók- (Framhald). menntaverks sem slíks (The mode of existence of a literarv work of art). Þetta er vandamál, sem mönnum flýgur e. t.v. ekki oft í hug., en reynist mjög flókið við nánari athugun. Hvað er t. d. „kvæðið sjálft“, hvar eigum við að leita að ]>ví, hvernig er tilveru þess háttað? Það sem skrifað er eða prentað á pappírinn, getur ekki verið kvæðið sjálft, því að kvæði getur lifað í minni manna öldum saman án þess að komast nokkurn tíma á blað. Ritlistin liefur að sjálfsögðu ómetanlegt gildi fyrir varð- veizlu bókmennta, og í einstökum tilvikum er sú mynd sem kvæðið hefur á pappír, liluti hinnar listrænu heildar. Hitt er þó miklum mun algengara að kvæði geti lifað óháð papp- írnum. Ekki er kvæðið sjálft heldur röð liljóða seni framleidd eru þegar það er lesið upp. Hægt er að lesa mikinn liluta kvæða og njóta þeirra án þess að kveðið sé að nokkru hljóði. Auk þess fylgja hverjum upplestri ýmis atriði tæknilegs eðlis (tónhæð, hraði, áherzlur) sem ekki eru hluti kvæðisins, heldur bundin per- sónu upplesarans. Þrátt fyrir þetta gegnir röddin mikilvægu hlutverki í listrænni heild margra bókmenntaverka. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.