Mímir - 01.05.1964, Síða 29
I þriðja lagi má lnigsa sér kvæðið sjálft sem
reynslu þess er les það eða lieyrir. Ekki get-
ur þessi sálfræðilega lausn þó fullnægt kröf-
uin okkar. Reynsla einstaklings af kvæði er
aldrei fullkomin, en einnig bætir hann ætíð
við kvæðið ýmsum persónulegum atriðum sem
eru óháð kvæðinu sjálfu. Enn hafa menn vilj-
að lagfæra þessa lausn með því að segja að
kvæðið sé reynsla skáldsins. Það lilyti þá að
vera meðan það yrkir, því að síðar er það jafn-
gilt hverjum öðrum lesanda. Ekki get-
ur markmið höfundar meðan hann yrkir, verið
kvæðið sjálft, því að vissulega verða kvæði
mjög oft með öðru móti en skáldið vildi í upp-
liafi. En ekki getur kvæðið sjálft heldur verið
öll reynsla höfundarins, meðvituð og ómeðvit-
uð, meðan kvæðið er að skapast. Þeirri lausn
mundi fylgja sá vandi að kvæðið yrði óþekkt
stærð sem aldrei yrði hægt að finna, en einn-
ig er sá galli á lienni að með því gerum við
kvæðið að einstaklingsbundnu hugarástandi
sem þegar er liðið og kemur aldrei aftur. Meiri
hlutinn af því seni gerðist í huga höfundar
meðan hann skapaði verk sitt, er einnig þess
eðlis að það verður aldrei ráðið af kvæðinu.
Ekki getum við heldur sagt að kvæðið sé
summa af reynslu allra sem hafa lesið það, né
heldur það sem sameiginlegt er í reynslu allra
lesendanna.
Sálfræðin eða félagssálfræðin geta því ekki
leyst vandann. Við verðum að álykta að kvæði
sé ekki einstaklingsbundin reynsla né summa
af reynslu ákveðins hóps, heldur eitthvað sem
getur orsakað þessa reynslu. Ekki er liægt að
skýrgreina það sem hugarástand, því þá er
ekki tekið með í reikninginn að hægt er að
skilja kvæðið með réttu eða röngu móti. Að-
eins lítill hluti af reynslu einstaklings getur
talizt eiga við kvæðið sjálft. Því verðum við að
hugsa okkur kvæðið sjálft sem byggingu úr
„normum“ (structure of norms) sem aðeins að
nokkru leyti verða að raunveruleika í reynslu
hinna mörgu lesenda. (Norm þýðir reyndar
regla, mælistika eða fyrirmynd, en er hér notað
í óeiginlegri merkingu sem mig hrestur hugvit
til að þýða á íslenzku).
Hugtakinu ,,norm“, eins og það er notað hér,
má ekki rugla saman við klassísk eða róman-
tísk norm, siðferðileg eða pólitísk. Þau norm
sem hér um ræðir, búa í listaverkunum sjálf-
um, og verður að finna þau með því að hera
saman reynslu einstaklinga. Ef við berum síð-
an saman liin einstöku listaverk, getmn við
fundið líkingu eða mismun með þessurn norm-
um. Ut frá líkingunum ætti að vera hægt að
flokka verkin eftir því hvers konar norm biía
í þeim. Getum við þá myndað okkur kenning-
ar um bókmenntategundir og loks kenningar
um bókmenntir almennt.
Enn er þó ekki leystur allur vandi. Við verð-
um að gera okkur ljóst, hvernig tilveru þessara
norma er varið. Nánari athugun listaverkanna
sjálfra mun leiða í Ijós að bezt er að hugsa sér
ekki aðeins einfalt kerfi norma, heldur kerfi
sem gert er úr nokkrum lögum (strata).
f fyrsta lagi getum við talað um „hljóð-lag-
ið“ (sound-stratum), sem auðvitað má ekki
rugla sarnan við það hvernig orðin hljóma í
einstökum upplestri, eins og sýnt hefur verið.
Þó verður að gera ráð fyrir þessu lagi, því að
aðeins á því getum við byggt annað lagið:
merkingareiningarnar. Hvert orð hefur sína
merkingu og myndar með henni hluta stærri
merkingarheildar ( t. d. setningar eða máls-
greinar). A þessum setningafræðilega grunni
rís síðan þriðja lagið, þeir hlutir sem sýndir
eru, „heimur“ rithöfundarins, söguhetjur, um-
hverfi o. s. frv.
Það er e. t. v. heppilegt að útskýra þetta nán-
ar með hliðstæðu frá málvísindum. Greinar-
munur sá er þau gera á „parole“ og „langue“,
er svipaður og munurinn á reynslu einstaklings
af kvæði og kvæðinu sjálfu. („Langue“ er mál-
ið, þ. e. málkerfið, sem býr að baki öllu
„parole“, þ. e. tali, einstaklingsins).
Með þessum hugtökum er tilvera bók-
menntaverks að sjálfsögðu ekki að fullu skýrð,
en til þess að hægt sé að skýrgreina það nánar,
þarf að afgreiða svo mörg heimspekileg deilu-
29