Mímir - 01.05.1964, Qupperneq 32

Mímir - 01.05.1964, Qupperneq 32
vera vel að sér í málvísindum er að lielzta við- fangsefni stílfræðinnar er munurinn á mál- kerfi ákveðins listaverks og máli tímans þeg- ar það er skrifað. Þess vegna er það einn Iielzti vandi sem mætir okkur við rannsókn fornra bókmennta, að við þekkjum ekki daglegt mál samtímans. Við miðum því venjulega við okk- ar eigin máltilfinningu, en það getur orðið stórlega villandi. Hin hefðbundna stílfræði liefur einkum fengizt við að rannsaka ýmis stílbrögð og beit- ingu þeirra í viðhafnarstíl, normalstíl eða liversdagslegum stíl. Við þessar rannsóknir ljefur mönnum bætt til að álíta að bægt sé að setja jafnaðarmerki milli ákveðins stílbragðs og ákveðins tjáningargildis. Þetta er of mikil alhæfing, en þó er ekki ókleift að finna út ákveðið Iilutfall milli stílbragða (í mjög víðri merkingu) og tjáningargildis. Eftir afstöðu orða til merkingarmiðs má tala um fræðilegan eða geðríkan stíl, skorinorðan eða langorðan; eftir afstöðu orðanna innbyrðis um stríðan og slakan, þýðan og brjúfan o. s. frv.; eflir afstöð- unni til liins almenna máls um talmálskennd- an eða ritmálskenndan, vélrænan eða persónu- legan stíl; og eftir afstöðu böfundarins til orð- anna um blutlægan eða buglægan stíl. Þessum rannsóknum má að sjálfsögðu beita við allt ritað mál, en bókmenntaleg stílfræði takmarkar sig við könnun listaverka eða flokks listaverka, sem lýsa á eftir fagurfræðilegu blut- verki og þýðingu. Við þessa tegund stílfræði má beita tvenns konar aðferðum. Hin fyrri er að greina sundur málkerfi alls verksins og túlka hina ýmsu þætti þess í samræmi við fagurfræðilegan tilgang verksins sem hluta úr heildarmerkingu þess. Hin aðferðin, sem alls ekki er andstæð þessari, er að kanna summu þeirra einstöku smáatriða og þátta sem greina þetta málkerfi frá sam- bærilegum kerfum. Hér er notuð aðferð and- stæðunnar. Við rannsökum frávik og brot á venjulegum notkunarreglum og reynum að finna fagurfræðilegan tilgang þeirra. Fyrsta skref í stílrannsókn er að kanna slík frávik frá venjulegri málnotkun sem endurtekningu ldjóða, umsnúning á orðaröð og sérkennilega setningaskipun. Þessari aðferð við stílrannsóknir, sem leggur aðaláherzlu á frávikin, fylgir sú hætta að við gleymum því að listaverkið er heild. Okkur hættir lil að gera of mikið úr ,,frumleika“, per- sónueinkennum eða jafnvel sérvizku. Betra er að reyna að lýsa stílnum út í æsar á kerfis- bundinn hátt eftir málvísindalegum aðferðum. Stílkönnun kemur bókmenntakönnun að mestu gagni, ef hún getur fundið einhverja heildarstefnu eða markmið sem er einkenn- andi fyrir allt listaverkið. Ymsir stílfræðingar liafa talið sig geta fund- ið ákveðnar samsvaranir milli lieimspekilegr- ar afstöðu rithöfunda og stíls þeirra eða milli tiltekinna sálarlegra eiginleika og stíls. Oft kunna þeir að hafa mikið til síns máls, en þó eru tveir gallar á þessari sálfræðilegu stílfræði. Margar þeirra samsvarana sem menn telja sig liafa fundið þannig, eru ekki byggðar á ályktunum sem dregnar eru af textunum sjálfum, heldur er byrjað á sálfræðilegri og hugmyndafræðilegri analýsu og benni síðan leitað staðfestingar í stílnum. 1 öðru lagi taka þessar aðferðir ekki nægilegt tillit til þess bve höfundarnir eru bundnir af stíl tímans sem þeir skrifa á, og efnisins sem þeir skrifa um. Höfundur sem er í fullkomnu sálarlegu jafn- vægi, getur tamið sér að skrifa óljósan, óróleg- an stíl, ef honum þykir tízkan eða efnið kref j- ast þess. Sambandið milli sálarlífs og stíls er miklu lausara og óljósara en almennt er talið. Mynd. myndlíking, sýmból, goSsögn (Image, metapbor, symbol, myth). Milli þessara fjögurra hugtaka eru ekki glögg merkingarmörk, en til samans tákna þau eitt helzta byggingar„lag“ (stratum) skáld- skaparins. I sálfræðinni merkir „image“ sálar- lega endursköpun eða minningu um liðna reynslu, áhrifaríka eða skynjanlega. Flokkanir fagurfræðinga og sálfræðinga eru fjölmargar og greinast einkum eftir skynsviðum. Sýnestet- ískar myndir færa hluti af einu skynsviði yfir 32

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.