Mímir - 01.05.1964, Blaðsíða 35

Mímir - 01.05.1964, Blaðsíða 35
venjulega greint milli þriggja meginþátta: at- burðarásar (,,plot“), persónusköpunar og um- hverfis. Hið síðasta sem mjög oft er táknrænt, verður gjarna samkvæmt nýjustu kenningum, andrúmsloft eða „hugblær“. Að sjálfsögðu eru þessir þættir mjög háðir hver öðrum. Venjulega líta menn svo á að öll atburðarás (í skáldsögu) feli í sér átök (conflict: maður- inn gegn náttúrunni, gegn öðrum mönnum eða sjálfum sér), en þá verður að gefa orðinu átök mjög víða merkingu. Átök er dramatískt orð, gefur til kynna að nokkurn veginn jöfn öfl mætist, gefur til kynna verknað og gagnverkn- að. Þó er til í skáldsögum atburðarás þar sem réttara virðist að tala um einstefnu, t. d. þar sem lýst er eltingaleik eða ofsókn. Gott dæmi er Der Prozess eftir Kafka. Aðferðir við persónusköpun eru margar. Fyrst og fremst verður að greina milli kyrrr- stæðrar (statískrar) persónusköpunar og dýn- amískrar. Hin kyrrstæða leggur oft megin áherzluna á einhvern áberandi sérkennilegan þátt í fari persónunnar. Hin dýnamíska per- sónusköpun krefst talsverðs rúms. Þá sýnir höfundur sem flestar hliðar persónunnar og þróun skapgerðarinnar. Augsýnilega er því bezt að koma henni við gagnvart aðalpersón- um eða söguhetjum, en aukapersónum er á hinn bóginn venjulega lýst sem kyrrstæðum. Áberandi er í skáldsögum hvernig sömu mann- gerðirnar koma fyrir aftur og aftur í svipuð- um hlutverkum. 1 raun og veru er það mjög sjaldgæft að höfundar bæti nýjum manngerð- um við bókmenntaarfleifðina. Dickens mun t. d. ekki hafa skapað nema tvær nýjar mann- gerðir. Hinar tekur hann upp úr eða lagar eft- ir leikritum og skáldsögum átjándu aldarinn- ar. Mjög er mismunandi eflir tímahilum, live mikil áherzla er lögð á að lýsa umhverfinu. Einkum fylgir það rómantík og raunsæisstefnu nítjándu aldar. Rómantísk umhverfislýsing stefnir að því að skapa ákveðinn hugblæ, en hin raunsæja þykist vera skýrslugerð og þjón- ar því markmiði að blekkja lesandann. Á síðustu tímum liafa menn mjög glímt við vandamál sögumannsins, hvernig segja skal söguna, liver á að segja liana. Eitt sinn var vin- sælt að segja sögu með bréfum eða dagbókum. Einnig getur hún byggzt upp af eintómum smásögum (Decameron). Ramminn myndar þá frumstæða gerð skáldsögu. Áður var algengt að fella smásögur inn í stærri skáldsögur, en einnig liafa menn tíðkað að byggja sögu utan um tvenns konar eða þrenns konar atburðarás- ir sem um síðir tengjast allar saman, og eru e. t. v. hliðstæður liverrar annarrar (StrandiS eft- ir Hannes Sigfússon). Sérstök aðferð við að segja sögu er frásögn í fyrstu persónu. Slíkum sögumanni má að sjálf- sögðu ekki rugla saman við höfundinn sjálfan. Þessi aðferð miðar stundum að því að gera sögumann óskýrari og óraunverulegri en aðr- ar persónur sögunnar, en alls ekki alltaf. Á hinn hóginn miðar aðferðin stundum að því að auðvelda lesandanum innlifun, t. d. í sum- um hryllingssögum Poes. Höfuðvandamál frásagnaraðferðarinnar er afstaða höfundar til verks síns. Höfundurinn er algerlega fjarverandi frá leikriti; hann hef- ur horfið bak við það. Hið epíska skáld segir aftur á móti söguna eins og atvinnusögumaður, fellir sínar eigin athugasemdir inn í liana og segir söguna sjálfa í sínum eigin stíl (gagn- stætt samtölunum). Skáldsagnahöfundurinn getur á sama hátt sagt sögu án þess að láta sem liann hafi verið vitni að atburðunum eða tekið þátt í þeim. Hann getur skrifað í þriðju persónu sem liinn alvísi höfundur („omniscient author“). Þetta er vafalaust hinn liefðbundni og eðlilegi frá- sagnarháttur. Höfundur er viðstaddur, til hliðar við verk sitt eins og fvrirlesari sem út- skýrir skuggamyndir eða heimildarkvikmynd. Hægt er að víkja frá þessari epísku frásögn á tvo vegu. Annan mætti kalla rómantísk- írónískan, þegar lilutverk sögumanns er af ásettu ráði blásið út, og höfundur grípur livert tækifæri til að svipta menn þeirri hlekkingu að þetta sé lífið en ekki skáldskapur. Upphafs- 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.