Mímir - 01.05.1964, Side 39

Mímir - 01.05.1964, Side 39
rekja þróun hans í átt til ákveðinnar fullkomn- unar (þó sú fullkomnun kynni e. t. v. að vera tímabundin). Þetta má auðvitað rannsaka hjá einstökum skáldum, tímabilum eða þjóðar- bókmenntum. Oft hefur háð slíkum rannsókn- um að liöfundarnir hafa ekki notað nógu vel skýrgreint kerfi fræðihugtaka. Varhugavert er að flokka með þessari tegund rannsókna könn- un á flökkuminnum og sögnum, t. d. liinar um- fangsmiklu rannsóknir á sögninni um Hainlet. Mismunandi gerðir sögu þurfa ekki að standa í neinu slíku föstu samhengi sem bragarhátt- ur og skáldamál. Stoffgeschichle er óbók- menntalegust allrar hókmenntasögu. Annar flokkur vandamála er tengdur rann- sóknum á bókmenntategundum, og hafa því verið gerð skil hér að framan, en rétt er að undirstrika að það væru mistök að vanmeta áhrif bókmenntategundarinnar sem mótandi þáttar, jafnvel í allra nýjustu bókmenntum. Hliðstæð vandamál rísa við rannsókn tíma- bils eða hreyfingar. Tvær öfgakenndar skoðan- ir eru til á þessu máli og getum við á hvoruga fallizt: annars vegar að tímabil sé afmörkuð heild, og eðli þess verði aðeins fundið með e. k. innsæi, liins vegar að tímabilsnafnið sé aðeins merkispjald sem sett er á ákveðinn tíma til að hægara sé að lýsa lionum. Síðarnefnda sjónar- miðið gerir ráð fyrir að tímabilsskipting sé að- eins tilviljunarkennd skipting á efni sem í rauninni sé samfelldur straumur án farvegar. Samkvæmt því skiptir ekki máli hvernig við skiptum bókmenntasögunni í tímabil og hvaða nöfn við gefum þeim. Flestar bókmenntasögur skipta efninu eftir stjórnmálalegum breytingum, og er því gert ráð fyrir að þróun bókmenntanna sé algerlega háð stjórnmálalegri og þjóðfélagslegri þróun, eða e. t. v. skipta menn bókmenntasögunni eftir aldamótum. A síðustu tímum hafa menn þó að nokkru leyti horfið frá þessari skiptingu til annarrar, sem dregur nöfn sín a. m. k. af hinum sundurleitustu tegundum mannlegra at- hafna. Jafnvel þó við hefðum röð tímabila sem skiptu nákvæmlega niður menningarsögunni, mundi það ekki nægja bókmenntasögunni. Bókmenntalegt tímabil verður að ákveðast að- eins af hreinum bókmenntalegum skilyrðum. Ef niðurstöður bókmenntalegrar rannsóknar leiða til sömu skiptingar og stjórnmálaleg, þjóðfélagsleg eða listfræðileg rannsókn, fellur allt í Ijúfa löð. En við verðum að byrja á að rannsaka bókmenntirnar sem bókmenntir. Tímabil er þá aðeins undirflokkur í allsherjar- þróuninni, tími þegar ríkjandi er ákveðið kerfi bókmenntalegra reglna, fyrirmynda og liefða, sem hægt er að rekja, finna livenær það kemur fyrst fram, hvernig það breiðist út, breytist, aðlagast og hverfur. Þetta jafngildir auðvitað ekki því að við við- urkennum þetta kerfi fyrir okkur sjálfa, held- ur verður að ráða það af sögunni. Fyrsti vandinn við að ski-ifa sögu tímabils liggur þess vegna í að lýsa. Við þurfum að gera grein fyrir hnignun einnar liefðar og upptök- um annarrar. Hvers vegna þessi breyting hafi orðið er vandamál sem ekki verður leyst með almennum orðum. Ein kenning er að á vissu stigi þróunar sé liefð tæmd, ef svo má segja, og þörf verði fyrir nýjungar. Þetta leysir þó ekki öll vandamál. Menn hafa reynt að útskýra þetta með kynslóðaskiptum eða þjóðfélags- breytingum, en þær skýringar eru vfirleitt of einfaldar, orsakirnar hljóta að vera margar, bæði „innri“ orsakir — ástand bókmenntanna sjálfra — og „ytri“ orsakir, þjóðfélagslegar og menningarsögulegar. Við verðum að játa að almenn saga bók- menntanna er enn fjarlægt markmið. Þegar allt kemur til alls erum við rétt að byrja að læra hvernig eigi að analýsera listaverk í lieild sinni; aðferðir okkar eru enn mjög klunnaleg- ar, og hin fræðilega undirstaða brevtist í sí- felln. Það er því mikið vei'k framundan, enda naumast ástæða til að harma að bókmennta- sagan á sér framtíð ekki síður en fortíð: fram- tíð sem getur ekki og á ekki að byggjast aðeins á því að fylla upp í þær eyður sem enn eru í kerfi eldri aðferða. Við þurfum að mynda okk-

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.