Mímir - 01.05.1964, Page 40

Mímir - 01.05.1964, Page 40
ur nýja hugmynd um livernig bókmenntasaga á að vera, og nýjar aðferðir seni gera okkur kleift að skrifa liana. Ef mönnum þvkir það takmark sem hér er gert uppkast að, óþarflega einstrengingslegt í áherzlunni sem lögð er á sögu bókmenntanna sem listgreinar, getum við svarað að við höfum ekki dæmt neina aðra að- ferð úr leik og að það virðist nauðsynlegt að takmarka sig nú til mótvægis við þá útþenslu sem orðið liefur í viðfangsefnum bókmennta- sögunnar á síðari tímum. Skýr vitund um mis- mun og afstöðu hinna einstöku aðferða hverr- ar til annarrar er í sjálfri sér meðal gegn óskýr- leika í hugsun, jafnvel þó einstaklingurinn kjósi að sameina nokkrar aðferðir. Aftan við texta bókarinnar eru vandaðar skrár. Bæði tilvitnanir, rækilegar bókaskrár fvrir einstaka kafla og loks nafnaskrá. Þetta eykur að sjálfsögðu mjög notagildi bókarinn- ar fyrir stúdenta. efni meðal félaga minna í íslenzkum fræðum. Eg skal játa að mig hefur mjög skort orð í glímu minni við fræði þessi. Hef ég þá stund- um valið þann kostinn að fórna málfegurðinni fyrir nákvæmnina. En vegna þess að þessi sjón- armið liafa togazt á, er ekki ósennilegt að nokkurrar ósamkvæmni gæti um það livenær notuð eru útlend orð og livenær reynt er að finna íslenzk í þeirra stað. Þegar ég hóf að rita þessa grein, var mér fullkomlega ljóst að ég var að liætta mér út á hálan ís. Það er enginn leikur að gera útdrátt úr þaulhugsuðum og samanþjöppuðum fræði- ritum, sízt ef þau eru nú á erlendri tungu og fjalla um efni sem mjög lítið hefur verið ritað um á vora tungu. Slík endursögn hlýtur að gefa ófullkomna hugmynd um verkið, og má þá spyrja hvort ekki sé verr farið en heima setið. Því er til að svara að niðurstaðan af umræðum um fræðilegan grundvöll vísindagreina skiptir ekki öllu máli, heldur einnig umræðurnar sjálfar. Seint mun fást endanlega skorið lir því liver sé hin eina rétta aðferð við bókmennta- könnun, einfaldlega vegna þess að þær eru svo ótal margar. Það er t. d. fjarri mér að líta á rit Welleks og Warrens sem einhverja opinberun, enda væri það sízt í anda þeirra sjálfra. Hitt eru mér fullkomin erfiðislaun, ef þessi grein kemur einhverjum til að lesa rit þeirra eða önnur af líku tæi, eða þó ekki væri nema að koma af stað umhugsun og deilum um þessi 40

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.