Mímir - 01.05.1964, Síða 43
Péturssonar, og suma drættina tekur Jón
Thoroddsen upp, er hann tekur að rita skáld-
sögur sínar.2
V
Einn skipverjanna á ‘dem NARRENSCHIFFE’
heitir Grobian. Er hann persónugervingur og
fulltrúi ruddamennskunnar, siðlaus og of-
stopafullur. Nafnið er dregið af fhþ. ge-
(h)rob, sem er í hljóðskiptum við ge-hriob, en
það er sama orðið og hrjúfur, sbr. egsax. hréof,
e. gruff. Um liann segir í kvæðinu:
Glimpfius ist leider todt,
Die Sau hat die Krone auf,
Und ein neuer Heilig heisst Grobian,
denn will jetzt seiern jedermann.
Hér hefur göngu sína dýrlingur, sem fer ham-
förum norður álfu. Hann er í fyrstu rudda-
fenginn og heimskur ofstopi, en síðar kynnist
hann nýjunt herrum og semur sig að nýjum
siðum. Grobian heitir stundum Groh Jan, en
einnig Grob Hans eða Hans Wurst. Þá er liann
ekki lengur ruddafenginn ofstopi, heldur gam-
ansamur, klókur ungur maður, hjárænulegur,
og sumir telja hann einfaldan, en liann villir
á sér heimildir. Enn á liann til hrekki, og gjarn
er hann á að hneyksla. Stundum vinnur liann
kóngsríki eftir að hafa blekkt konunginn og
sofið hjá drottningunni og jafnvel kóngsdótt-
urinni líka eða fært henni dauðan lirafn og
tréskó. Þessar sögur eru alkunnar um öll Norð-
urlönd, og á íslandi eru til fjölmörg kímileg
ævintýri, sem segja frá þessum unglingi. En
Grobian sjálfur komst til f-lands, því að frá
honum er sagt í Rímum af Grobbían karli og
Grybbu kerlingu.3 Grobbíansrímur, eins og
þær eru oftast nefndar, eru eins konar leið-
beiningar í ósiðsemi, en ‘die grobianische
Literatur hat ihren Höhepunkt in der Parodie
der Tischzuchten und Anstandlehren’.4 Á fyrri
hluta 16du aldar höfðu komið út í Þýzkalandi
rit, sem voru skopstælingar á kennslubókum
endurreisnarmanna í kurteisi, svo sem frægri
bók ítalans Baldassare Castigliones, sem hann
nefndi II Cortegiano, og riti Erasmusar frá
Rotterdammi De civilitate morum. 1 ritum
þessum er lögð á það áherzla að fága fram-
komu og auka háttprýði og glæsileik. En brag-
urinn er annar í skopstælingarritunum. í lat-
ínukvæði eftir Friedrich Dedekind, sem heit-
ir Grobianus og kom út árið 1549, segir:
Der Grobianer . . . gibt niemand guten
Morgen — damit ihm niemand zu dan-
ken brauche und weil ja solche Wúnscbe
doch nichts helfen. Gahnend recht er
seine Glieder; die starksten Unvollkom-
menheiten seiner Toilette stören ibn
nicht; die Haare lasst er wild wachsen;
Gesicbt oder Hánde zu waschen halt er
fúr eine Schande; seine Záhne zu putzen
weigert er sich und lásst sie gelb sein wie
Safran, ist docli gelb auch das Gold, das
alle Welt liebl. Der Grobian hútet sich
sorgfáltig vor Bescheidenbeit und Höf-
licbkeit. Er putzt die Nase nicht, er lásst
ihr lieber ihren natúrlichen Schmuck,
den Goldringen und Edelsteinen verg-
leichbar, welche die Indier darin tragen.
Aber weil man Maass halten soll in allen
Dingen, so treibt er das nicht weiter als
bis der Mund in Mitleidenschaft gezogen
wird. Jedoch er sneutzt sicli, er snauft, er
hustet, er niest mögliclist laut, möglichst
sichtbar, mögliclist empfindlich fúr die
Mitbewohner des Hauses.5
f Grobbíansrímum kveður við sama tón:
Taktu til sem hrafn eða hundur
hítina fvlla tóma.
4 Der Grosse Broekbaus V. Wiesbaden 1954, 74.
5 Kvæði Dedekinds var þegar snúið á þýzku, og við
l>á þýðingu varð að notast, sbr. Allgenieine Deut-
scbe Biograpbie V. Leipzig 1877, 13.
2 Steingrímur J. Þorsteinsson: Upphaf leikritunar á
íslandi. Rvík 1943, 17—18.
3 Saga ísl V 338, 373 VI 254.
43