Mímir - 01.05.1964, Blaðsíða 44

Mímir - 01.05.1964, Blaðsíða 44
Roð frá hnakka rífðu sundur, reikna þér það sónia. En þegar hera drósir drykk, drjúgan taktu sopa, eins og hæfir öðrum gikk, eftir á farðu að ropa. Framferði Grobbíans og hyskis lians er óskap- legt og lílt til eftirbreytni, enda kemur í ljós, að: Grohbíans ráð eru glettileg, gera má rétt úr röngu.6 Grobbíansrímur eiga það sammerkt með kvæði BRANTS, að brugðið er upp spegil- mynd af siðum og venjum samfélagsins, mynd, þar sem allt er öfugt við það, sem á að vera. Minnir þetta á brögð margra nútímaliöfunda. Ætlunin er að beina hugum fólks á brautir sannleika, réttlætis, mannúðar og kærleika — en snúa því frá einskisverðum hlutum. Þung alvara býr að baki skopsins. Höfundur notar stóryrði og brigzl, en vill frið, og fíflið er ef til vill binn eini, sem ekki blær — og afkár speg- ilmyndin eina vonin, að fólkið vakni. VI A öðrum áratug 18du aldar orti Jón Sigurðs- son, lögsagnari í Bæ í Dalasýslu, rímu, 217 fer- skeytt erindi, er bann nefndi Tímarímu.7 1 benni er lýst aldarfari í landi því, sem nefnt er Ósamlyndi. Persónugerir liöfundur mannlega lesti og eiginleika, og eru böfuðpersónur rím- unnar mæðginin Öfund og Ranglátur Reig- ingsson. Talið hefur verið, að þar sé að finna grófa skopstælingu á þeirn Sigríði Hákonar- dóttur frá Bræðratungu og svni hennar, Oddi lögmanni Sigurðssvni, enda komst sá kvittur 6 Grobbíansrímur hafa enn ekki verið gefnar út. Hér verður því aft vísa til Lbs 1120 4to. 7 Ril Rímnafélagsins IX. Stakar rímur. Rvík 1960, 71—102. Verður hér vísað til þeirrar útgáfu. snemma á kreik. Jón gerir myndir þeirra þó illþekkjanlegar, og atburðir þeir, sem lýst er í rímunni, virðast ekki styðjast við raunveru- leikann, enda má líklegt telja, að annað liafi vakað fyrir Jóni Sigurðssyni en það eitt að hefna sín á þeim mæðginum, þótt ástæður kunni að hafa verið ærnar, og vera kann, að ríman liafi verið talin ort um þau Odd og Sig- ríði, þar sem óvild var í milli Jóns og þeirra.8 Líklegast er, að ríman sé lýsing á háttum yfir- stéttarfólks á Islandi í upphafi 18du aldar, beimsádeilukvæði, sem gert er að dæmi eldri kvæða, enda gætir augljósra áhrifa frá ýmsum fyrri heimsádeilukvæðum, svo sem kvæði Hall- gríms Péturssonar Unt ágirnd og aurasafn.9 Hér verður þetta ekki rakið frekar, en liitt er á að minnast, að í Tímarímu gætir áhrifa ‘der grobianisclien Literatur’. Jón Sigurðsson hefur vafalaust þekkt Grobb- íansrímur, og vera kann, að bann bafi sjálfur ort eina rímuna.10 Ymis orð í Tírnarímu gætu bent til beinna þýzkra ábrifa, enda befur Jón sennilega kunnað þýzku, þar sem líklegt má telja, að bann bafi verið skólagenginn. En þetta verður að láta liggja milli liluta, þar sem byggt er á getgátum. Eins og áður getur, persónugerir höfundur Tímarímu ýmsa mannlega eiginleika, svo sem öfund, ranglæti, ágirnd, illmælgi, lygi, undir- ferli og ofstopa. Teflt er frarn andstæðum, hinu illa, Öfund og Rangláti, og binu góða, bjónun- um Kærleik og Tryggð, sem hrakin eru og pínd af miskunnarlausum drottnurum, en sigra að lokum. I frásögn rímunnar kemur fram miskunnarlaust báð, ádeila á ranglát yfirvöld. Lýsingar á þeim eru mjög afkáralegar, og sveinar Rangláts eru fulltrúar mannlegra lasta: ofstopa, fláræði, illgirni og lygi, og svo er einnig um þjónustur konu bans, Ágirndar. 1 rímunni kemur einnig fram það einkenni s Sjá Mcrkir íslendingar V 28. Rvík 1951, 28. Rit Rímnafélagsins IX. Rvík 1960, xix. Hallgrímur Pétursson: Sálmar og kvæði II. Rvík 1890, 364—368. 10 Lbs 1120 4to. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.