Mímir - 01.05.1964, Page 47

Mímir - 01.05.1964, Page 47
upp á línurit og kvarda þessu, en ég bið Þorleif Hauksson vinsamlega að setjast niður og lesa grein mína aftur og þá rækilegar en í fyrra skiptið, ef liann hefur þá lesið hana til enda. Það er einmitt tekið fram skýrt og greinilega þar, að hér sé ekki um vís- indalega rannsókn að ræða, sem studd sé rök- um og leiði til ákveðinnar niðurstöðu á venju- Iegan hátt, heldur einungis lauslega hugmynd, sem alls óvíst sé, hvort standist gagnrýna rann- sókn, og þessi hugmynd er í einu og öllu sett fram sem slík, en engin tilraun gerð til að varpa á hana fölsku ljósi undir yfirskini vís- indalegra vinnuaðferða. Þorleifur Hauksson slær því gífurlegt klámhögg í grein sinni, er hann vandræðast yfir þeirri stefnu, sem ís- lenzk fræði séu að taka með áminnztum skrif- um mínum, að liann býr sér til þá hugmynd og fylgir henni fast fram, að með þessari einu grein séu bæði ég og líklega öll íslenzk fræði húin að kasta fyrir borð öllum vísindalegum vinnuaðferðum við bókmenntakönnun. Ég vil vinsamlegast biðjast undan slíkri gagnrýni. Ástæðan til þess, að ég skrifaði þessa grein, var hins vegar sú, að mér höfðu dottið þarna hlut- ir í hug, sem mér fannst ekki rétt að þegja yfir, en ef ég hefði hins vegar lagt út á þá braut að rannsaka þetta vísindalega, hefði það kostað minnst tíu binda ritverk, sem ég hef því miður ekki aðstöðu til að hrista fram úr erminni í hvellinum. Annað er þó alvarlegra í grein Þorleifs, og það er hugtakaruglingur sá, sem hann gerir sig sekan um. Hann skilur ekki tvö orð, sem ég nota, og er fyrra orðið kynslóS og misrnun- ur á eldri og yngri kynslóð í landinu. Hann bendir réttilega á það, að mörkin á milli þess- ara tveggja liugtaka séu óljós hjá mér, enda lief ég aldrei ætlað mér að draga nein skörp skil milli eldri og yngri kynslóðar á Islandi. Ég notaði þessi hugtök einungis í mjög grófum dráttum sem eins konar yfirlit til hliðsjónar við stuttlega athugun á ástandinu í íslenzkum nútímabókmenntum. Það liggur í augum uppi, að fólk um sextugt tilheyrir eldri kynslóðinni, og aftur fólk milli tvítugs og þrítugs þeirri yngri, en þar á milli er aldrei liægt að draga ákveðin mörk. Þessu orðalagi beitti ég vitandi vits svona óljósu og ætlaðist til, að það yrði skilið sem eins konar heildaryfirlit, en varaði mig ekki á því, að ef til vill væri nánari skýr- inga þörf. Mér var ljóst, að hugtakið var ógreinilegt, en hins vegar þótti mér ekki ástæða til að skilgreina nánar í þessu áminnzta tilviki, því ég áleit það ekki ofætlun væntan- legum lesendum að skil ja þetta eins og til var ætlazt. Hitt orðið, sem Þorleifur Hauksson skilur ekki, er bókmcnntir. M. a. kemst Iiann svo að orði, er hann ræðir þetta atriði: „Sú fullyrð- ing, að íslenzkar hókmenntir reki aldur sinn jafnlangt aftur og íslenzka þjóðin, er tvímæla- laust röng. Dróttkvæðin urðu ekki bókmenutir fyrr en á ritöld“. Ég var þeirrar skoðunar fvrir rúmu ári, þeg- ar ég skrifaði þessa grein, og álit mitt hefur ekki breytzt síðan, að bókmenntir væru þær listrænar heildir, settar saman úr orðum og setningum (þ. e. ljóð, sögur o. s. frv.), sem byggju vfir nægilega miklu magni af þeim óskilgreinanlega eðlisþætli, sem vcnjulega er 47

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.