Mímir - 01.05.1964, Blaðsíða 48
25. janúar 1964.
nefndur bókmenntalegt gildi, til þess að geta
lirifiS meðalgreint og sæmilega upplýst fólk,
en hins vegar skipti þar engu máli, bvort þær
væru óskrifaðar, skrifaðar eða prentaðar, og
ef hið síðasl nefnda væri tilfellið, bvort þær
væru heldur prentaðar með latínuletri eða
gotnesku letri eða jafnvel á bláan eða rauðan
pappír. Ég er þeirrar skoðunai-, að með því að
viðurkenna þessa kenningu Þorleifs Hauksson-
ar værum við að afneita öllu því, sem kalla má
munnlegar bókmenntir, til dæmis yrðum við
að afneita jafnvel liinni beztu vísu eða forláta
kvæði um allt bókmenntalegt gildi, þar til það
befði verið fest á blað. Ég vil sem dæmi nefna
hinn mikla fjölda lausavísna, sem gengið hafa
manna á milli á íslandi, sumar jafnvel hrein-
ustu snilldarverk, en liafa margar hverjar seint
eða aldrei verið bókfestar. Hvað eru þessar vís-
ur, þangað til þær eru festar á blað, ef þær
mega ekki heita bókmenntir? Og svo sígilt
dæmi sé tekið, hvað var Völuspá þann tíma,
sem hún lifði óskrifuð, ef hún á fyrst að hafa
komizt í flokk bókmennta, þá er hún var fest
á bókfell? Hvers vegna eru bókmenntafræð-
ingar alltaf að reyna að grafa eitthvað upp um
forsögu Eddukvæða og dróttkvæða, ef þessi
verk hafa ekki orðið að bókmenntum fyrr en
þau voru rituð? Ef fylgja ætti kenningu Þor-
leifs Haukssonar, kæmi þeim þetta ekkert við.
Hitt er annað mál, að hugtakið bókmenntir
liefur mér vitanlega aldrei verið skilgreint til
hlítar á vísindalegan hátt, þannig að eftir
þeirri skilgreiningu mætti úrskurða að fidlu
um það, hvað væru bókmenntir og bvað ekki,
enda er bætt við að það takist seint. Bók-
menntafræðingar eru víst vanir að hafa þá
vinnuskilgreiningu að tel ja bókmenntir í víð-
asta skilningi allt það sem skrifað er og prent-
að á viðkomandi tungumáli, en vinza síðan úr
og taka aðeins það bezta upp í hina eiginlegu
bókmenntasögu. Hvað er tekið og hverju er
sleppt verður þá að vera á valdi þess, sem um
fjallar, en þessi vinnuaðferð táknar engan veg-
inn, að þar með megi ekki telja neitt það til
bókmennta, sem ekki hefur verið ritað.
Enn má nefna eitt atriði, sem Þorleifur
H auksson gerir að umtalsefni í grein sinni, og
það er, þegar hann talar með fyrirlitningu um
bókmenntaþroska íslenzku þjóðarinnar og
vítir mig fyrir að taka undir með þeim mönn-
um, sem vilja telja Islendingum það til gildis,
að þeir bafi aldrei glatað tilfinningunni fyrir
fagurbókmenntum á liðnum öldum, jafnvel
þótt hart væri að þeim gengið. Ég játa það að
vísu, að það liafa verið haldnar margar leiðin-
legar ræður og skrifaðar margar mærðarfullar
greinar og langhundar um þetta efni á Islandi
seinustu hálfa öldina, og það svo, að mörgum
hættir við að fá liálfgerða klígju, ef þeir heyra
á þetta minnzt. En sú staðreynd afsannar það
ekki, að eitthvað geti verið til í þessu. Sann-
leikurinn er sá, að strax þegar menn fara að
kvnna sér bókmenntir Islendinga frá liðnum
öldum, hljóta þeir að vera steinblindir, ef þeir
hrífast ekki af því, hvað þessir karlar, sem sátu
lokaðir inni í mohlarkofum bér úti á Iiala ver-
aldar, gátu þrátt fyrir allt gert. Ég leyfi mér að
fullyrða, og reisi það á eigin reynslu, að ís-
lenzkar bókmenntir næstliðinna alda séu fylli-
lega boðlegar til samanburðar við bókmenntir
flestra annarra þjóða, og ef tekið er tillit til
allra aðstæðna, eru þær blátt áfram meistara-
legar. Ég held því, að þrátt fyrir allar skála-
ræður, getum við með góðri samvizku leyft
okkur að vera hreykin af „þjóðararfinum“ og
jafnframt leyfl okkur þann munað að ala öðru
hverju ofhoð lítið á sveitamanninum í sjálfum
okkur. Hann stendur fyrir sínu.
48