Mímir - 01.05.1964, Blaðsíða 49
Böðvar Guðmundsson:
Hugleiðing um tvær vísur
dróttkvæðar
Orðið dróttkvæði er þá haft um þau
kvæði, sem á dönsku eru kölluð „skjalde-
digte“, á þýzku „Skaldengedichte", ensku
„scaldic poems“; orðið dróttkvæði í þess-
ari merkingu er komið frá Sigurði Nor-
dal; það er kennt við dróttkvæðan hátt,
af því að mest af dróttkvæðum er orl
undir þeim hætti, en það nær þó yfir
miklu meira; það ber „drótt-“ í heiti sínu,
af því að mest af þeim kvæðum eru liirð-
kvæði, en að vísu hvergi nærri öll. (ís-
lenzkar bókmenntir í fornöld I, 100).
I V. kapítula Ynglingasögu segir frá því, er
Oðinn sendi Gefjuni „norðr yfir sundit í landa-
leitan. Þá kom hon til Gylfa, ok gaf hann henni
eitt plógsland. Þá fór hon í Jptunheima ok gat
þar fjóra sonu við jptni npkkurum. Hon brá
þeim í yxnalíki ok fœrði þá fyrir plóginn ok dró
landit út á hafit ok vestr gegnt Óðinsey, ok er
þat kplluð Selund. Þar byggði hon síðan. Henn-
ar fekk skjpldr, sonr Óðins. Þau bjoggu at
Hleiðru. Þar er vatn eða sjár eptir. Þat er kallat
Lpgrinn. Svá liggja firðir í Leginum sem nes í
Selundi. Svá kvað Bragi inn gamli:
Gefjon dró frá Gylfa
glgð djúprpðul pðla,
svát af rennirauknum
rauk, Danmarkar auka.
Bpru 0xn ok átta
ennitungl, þars gingu
fyr vineyjar víðri
valrauf, fjogur haufuð".
(íslenzk fornrit XXVI, 15)
Eftir langa og lærða umhugsun, tekst útgef-
anda að draga fram eftirfarandi efnisþráð vís-
unnar:
„Gefjun dró glöð afbragðsland frá Gylfa, svo
að rauk af eykjunum, og bætti því við Dan-
mörku. Uxarnir höfðu fjögur höfuð og átta
augu, þar sem þeir gengu fyrir hinni stóru, grös-
ugu eyju, sem var unnin (rænt)."
(ÍF XXVI, 16 nm.).
Ekki verður því móti mælt, að þeim, sem
leggur það á sig að lesa vísuna og síðan þýð-
ingu hennar, finnst mörgum hverjum lítið til
eftirtekjunnar koma. Eftir slíka meðferð á drótt-
kvæðri vísu, virðist slík tegund skáldskapar ein-
ungis orðin til fyrir einstöku fræðimenn, svo þeir
megi síðarmeir láta ljós sitt skína í skarplegum
útskýringum og þýðingum, fyrst einstöku orða
og kenninga og síðar vísunnar allrar. En þar sem
það virðist liggja í augum uppi, að Bragi Bodda-
son hafi ekki ort vísur sínar til þess eins að fá
íslenzkum fræðimönnum á 20. öld verðugt við-
fangsefni, hlýtur orsökin að vera önnur. Nú er
það svo, að þessi vísa, sem Snorri Sturluson hef-
ur fellt inn í Ynglingasögu, er álitin úr „Ragn-
arsdrápu" og ort um atburði, sem myndskreyt-
ing á skildi sýnir. Bragi hefur þá ort vísuna út
frá goðsögn, sem síðan hefur varðveitzt í vísunni.
Til þess að fá botn í hana er því nauðsynlegt að
lesa vísuna með það í huga, hvað orð hennar
hafa getað táknað á þeim tíma, sem hún er ort.
I fyrsta vísuorði:
„Gefjon dró frá Gylfa",
49