Mímir - 01.05.1964, Síða 51

Mímir - 01.05.1964, Síða 51
villidýra) einnig miðhollenzka orðinu „dan” (fylgsni villidýra) og fornindverska orðinu dhanvan (óbyggilegt land, auðn). „Mörk" er hér sem annars staðar í merkingunni skógivaxið land, samanber eyðimörk (óbyggður skógur). Danmörk er því skógivaxið landssvæði, óbyggt, þar sem villidýr hafast við. Seinni hluti vísunnar: „Bpru 0xn ok átta ennitungl, þars gingu fyr vineyjar víðri valrauf, fjogur haufuð", er öllu auðveldari til að þýða, en þó hefur „víð valrauf vineyjar" staðið töluvert í mönnum. Af sögunni, sem vísunni fylgir, má ætla, að hér sé um eyjuna Selund að ræða, enda þýðir útgef- andi Ynglinga sögu þessa kenningu með „hin stóra, grösuga eyja, sem var unnin (rænt)". En spurningin er sú, hvort Snorra Sturlusyni sé treystandi til að fara rétt með söguna, sem vísa þessi er ort um. Eins og ég hef þegar getið, eru miklar líkur á að staðsetning Gylfa í Svíþjóð hinni köldu sé röng, — eins gæti hér verið um að ræða einhvers konar missögn, því að uxarnir ganga fyrir valrauf vineyjar, en ekki viney sjálfri. Um það, hversu þýða skal „valrauf", læt ég ósagt, til slíks skortir mig allan lærdóm, en ég leyfi mér að efast um réttmæti þýðingar útgef- anda. I síðari helming vísunnar kemur einnig fyrir kenningin „ennitungl", sem er þýdd sem auga, og er vafalaust rétt. I fyrri hluta vísunnar er Selund kölluð „auki Danmarkar" en í þeirri síðari er hún kölluð „viney". Vin er samstofna fornháþýzka orðinu „wunnia" (gleði, unaður). Orðið mun einnig samstofna við gyðjuheitið „Venus" og sú ey sem kennd er við vin, er því búin hinum ágætustu kostum. Að þessu loknu má geta þess, að í vísunni er fólgin líking, þar er talað um djúpröðul og enni- tungl. Sól er kennd til djúps, en tungl til ennis, og þá má geta þess að djúp og enni eru andstæð- ur, frummerking í „enni", mun vera brattur og hár staður og í shetlenzku hefur orðið haldið þessari merkingu sinni. Athyglisvert er að auki Danmarkar er kallaður viney, því með slíku er ekki einungis sagt að Gefjun hafi flutt Sjáland til Danmerkur, eitthvað nær sanni væri að segja, að hún hafi flutt grösuga og gróna eyju gleði og unaðar til hins auða og hrjóstruga lands, þar sem villidýrin áttu sér fylgsni. Slík kona hlaut að vera Gefjun, þ. e. a. s. rík, örlát og tigin. Og hvað er eðlilegra en hún hafi fengið þennan fjársjóð hjá sjálfum sækonunginum? Vísur þær, sem eignaðar eru Braga hinum gamla Boddasyni, eru taldar ortar um 800. Næstu tvær aldir gerðust merkilegri atburðir í sögu þjóðar hans en svo, að lesendum þessa greinarkorns séu þeir ekki meðvitaðir. Um árið 1000 eru margir landar Braga fluttir í ný heim- kynni, langt norður í hafi og hafa tekið með sér mestan hluta skáldskapararfs Norðmanna. Þá eru dróttkvæði ekki lengur ort á norska tungu eingöngu, heldur einnig á íslenzku. Einn þeirra Islendinga, sem lengst nær í dróttkvæðum sínum er Egill Skallagrímsson. Eins og flestum er kunn- ugt fór heldur illa á með honum og þeim Eiríki blóðöx og Gunnhildi drottningu. Eitt sinn er hann hafði gert usla í löndum þeirra og reist þeim sjálfum níðstöng, gekk hann á skip ásamt föru- neyti sínu; „tóku þeir til segls ok sigldu á haf út; tók þá byrrinn at vaxa, ok gerði veðr hvasst ok hagstætt; gekk þá skipit mikit. Þá kvað Egill: Þél hpggr stórt fyr stáli stafnkvígs á veg jafnan út með éla meitli andærr jptunn vandar, en svalbúinn selju sverfr eirar vanr þeiri Gestils plpt með gustum gandr of stál fyr brandi". (íslenzk fornrit II, 172). Á þeim tveimur vísum, sem hér hafa verið tilfærðar, er um 200 ára aldursmunur. Samt sem áður er bragarháttur svo til samur og ef grannt er að gáð, sést að fleira er þeim sameiginlegt en hann einn, knúsuð orðaröð og kenningar. Er út- 51

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.