Mímir - 01.05.1964, Blaðsíða 53

Mímir - 01.05.1964, Blaðsíða 53
Indriði G. Þorsteinsson: Land og synir. Iðunn, Revkjavík 1963. 235 bls. Hér er á ferð skáldsaga, sem margir liafa vissulega beðið með óþreyju. Höfundurinn hefur áður vakið á sér mikla athygli með smásögum og skáldsögunni 79 aj stö&inni, en þeirri skáldsögu hefur hlotnazt sá heiður um- fram aðrar íslenzkar skáldsögur að vera kvik- mynduð á íslenzku, hvað þá annað. Þessi nýja skáldsaga Indriða ætti því að óreyndu að vera verð athygli. Þegar skáldrit er tekið til athugunar, væri þægilegt, ef hægt væri að vita, hvað skáldritið á að liafa til brunns að bera til þess að geta talizt gott eða þá í annan stað vont. Hér er um að ræða Iiluti, sem erfiðlega hefur gengið að skilgreina. Þó virðist ljóst, að bók selst eða selst ekki, eða ef það er orðað öðru vísi: stend- ur eða fellur samkvæmt dómum annarra en höfundarins um gildi hennar. í þeim skilningi er hún því skrifuð fyrir lesendurna fremur en höfundinn. Ekki má þó gera lítið úr skáldlegri köllun, hún er vissulega oft fyrir hendi í bók- menntum. Að vísu hefur nokkuð skort xar á í íslenzkum bókmenntum síðustu árin. Gervi- bókmenntir Iiafa vaðið uppi, sjónarmið fjár- þurfa fólks hafa ráðið mestu og því verið hirt rnest um að gefa eitthvað út, oftast mjög án til- lits til gæða. Alltof fáar bækur hafa verið laus- ar við að vera skrifaðar út frá sjónarmiði Iiús- byggjenda, sem skort hefur fé. 1 þessari nýju bók Indriða kveöur þó við annan tón. Land og synir er í eðli sínu löng smásaga. Aðeins er lýst nokkrum haustdögum í sveit úti á landi fyrir svo sem aldarfjórðungi. Uppbygg- ing sögunnar er hnitmiðuð, sagan ber þess merki að vera rækilega unnin. Viðfangsefnið er náttúran og fólkið sjálft og svo samband fólksins við náttúruna. Flestar íslenzkar sveitasögur til þessa, og þær eru margar orðnar, hafa verið dýrðaróður um sveitasæluna, uppfullar af rómantík og því, sem Indriði nefnir „almennt snakk um sam- vinnu og menningu“, hls. 42. Indriði fer ekki í sömu slóð. f bók h ans er raunsæ lýsing á þjóðfélagslegu vandamáli, nokkurn veginn án áróðurs, ef svo má orða það. Hinn margumtal- aði fólksflótti úr sveitunum er til uinræðu, og það er fyrst í lokin, sem ef til vill má segja, að Iiöfundur lýsi á honum nokkurri vanþóknun, þegar Einar er látinn fara án stúlkunnar sinn- ar. Á bls. 81 er líka viðurkennt, að „ekkert þjóðfélag getur verið án bænda“. Áður er þó höf. búinn að gera grín að aldamótahugsjón- unum, sem erfiðlega hafði gengið að láta ræt- ast: „ . . . . þegar þeir voru að hvetja hver ann- an til að læra sund með þinglegum tilburðum og höfðu uppi baráttuljóð um skógrækt og 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.