Mímir - 01.05.1964, Side 54

Mímir - 01.05.1964, Side 54
önnur dellumál sem þeir héldu að gerði þá frjálsa“, (bls. 42). Söguþráðurinn er ósköp hversdagslegur: haust, rigning, göngur, dálítil áflog og gangna- mjólk, réttir, kossaflens, gamall faðir deyr, felldur gæðingur, skuldir og uppboð, rneiri ást og þó brottför aðalsöguhetjunnar. En þessi söguþráður leynir reyndar þéttingsmikið á sér. Það er sérlega athyglisvert og bendir til smásögustíls, hve höfundur kemst af með ákaflega fáar persónur. Kannski er þetta af ásettu ráði gert til að undirstrika mannfæðina í sveitunum? Persónurnar rnættu reyndar sumar vera skýrari. Einar, aðalpersónan, er átakanlega vonlaus, svo að næstum virðist óhugsandi, að hægt sé að vera svona vonlaus, ef um heil- brigðan mann er að ræða. Honum finnst allt ómögulegt heima og fer burt án þess að eiga að nokkru að Iiverfa. Hann flokkast ekki einu sinni undir ævintýramenn, því að skýjaborgir virðist hann ekki byggja. I fyrstu virðist það dálítið með ólíkindum, að Einar skuli fella hestinn Hvíting, en við nánari athugun sést, að Einari hlýtur eins og öðrum að þykja vænt um eitthvað: stúlkuna og hestinn, þó að kannski þyki honum vænt um hestinn aðeins vegna þess, að þetta var hestur móður hans. Einar fer líkt að við bæði. Hann fór með hest- inn upp á hól og felldi hann. A bls. 203 segir Margrét við Einar: „Af hverju ferðu ekki með mig upp á einhvern hól?“ Hann fór burt án hénnar í lok sögunnar. Margrét er óljósari manngerð. Hún er í vafa um, hvort hún eigi að fara, og ef til vill ligg- ur áróður í því hjá höf., að láta hana ekki fára, eins og drepið var á hér að framan. Margrét er allnátengd föður sínum, sem er athyglisverð- asta persóna bókarinnar. Tómas í Gilsbakkakoti er maður, sem þekkja má víða, líklega eru hans líkar í flestum sveit- um landsins. Þessi manngerð kann að laga sig eftir aðstæðum, gefur frat í hugsjónirnar, ef þær reynast ekki nógu nýtar. Hann er dugn- aðarforkur og hýsir vel bæ sinn. Hann ýtir við kaupfélaginu, til að það standi sig, drekkur brennivín í göngum og er að jafnaði kátur og hress. Hann talar í tvíræðum tón um, að yngri kynslóðin erfi landið, en meinar það samt. Þessa persónu hefur Indriði tekið nokkru ást- fóstri við, og þess vegna er persónan skýr og skemmtileg. Augljóst er, að íslenzkar sveitir myndu leggjast í auðn, ef menn á borð við Tómas væru þar ekki til að spvrna við fótum. Það er greinilegt merki um mikla rithöfundar- hæfileika, ef höfundi tekst að skapa jafn trú- verðuga persónu og Tómas hefur orðið í með- förum Indriða, persónu, sem allir þekkja að meira eða minna leyti. Að vísu má vera, að sá hluti þjóðarinnar, sem aldrei hefur dvalizt í sveit, skilji ekki þessa manngerð, nema að tak- mörkuðu leyti, en þeir skilja þá bókina í heild ekki jafn vel og hinir og hafa af henni minni skemmtun. Olafur, faðir Einars, er brjóstumkennanlegt gamalmenni, sem hefur, að því er virðist, hald- ið dauðahaldi í bókstaf æskuhugsjónanna af þráa, hliðstæðum þráanum, sem Einar er hald- inn, þegar hann er ákveðinn í að fara og fer, þótt Margrét komi ekki með honum. Ólafur hefur ekki haft dugnað og aðlögunarhæfni Tómasar til að bera, og því fer hann til muna verr út úr lífinu. Hann fær engu tauti komið við einkasoninn, þar sem Tómas aftur á móti ræður við dóttur sína. Hér er um að ræða hið átakanlega í sögunni. Allt um það nær Ólafur því engan veginn að vera jafn raunsönn per- sóna og Tómas. 1 raun og veru væri maður eins og Ólafur kannski þegar fluttur á mölina, þeg- ar sagan er látin hefjast. Land og synir er staðbundin saga. Þar eru ekki byggðar skýjaborgir um glæsileik fjar- lægra héraða eða landa. Einn þátturinn sker sig þó úr um þetta. Það er frásögnin af tilkomu Örlygs skálds, sem víða hefur farið. Þessi þátt- ur sýnir, að heimurinn er ekki aðeins þetta eina hérað og er að því leyti til ef til vill nauð- synlegur í bókinni. Indriði notar tvær aðferðir til persónusköp- unar, annars vegar samtöl og hins vegar bein- 54

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.