Mímir - 01.05.1964, Page 55

Mímir - 01.05.1964, Page 55
ar lýsingar á öðrum athöfnum persónanna. Samtalstæknin er betri en í fyrri hókum lians, samtölin eru ekki eins háfleyg og sums staðar í 79 aj stö&inni. Samt sem áður er persónunum betur lýst með liinni aðferðinni, það er eins og maðurinn komi bezt í ljós, þegar náttúran sjálf myndar baksvið: hestarnir, vötnin, lilíð- in. Þá er komið að hinni sterku hlið Indriða: náttúrulýsingunum. Indriða er beinlínis eigin- legt að lýsa náttúrunni á frábæran hátt með ákaflega einföldum orðum. Bókin er ef til vill fyrst og fremst náttúrulýsing, sem streymir fram fyrirliafnar- og tilgerðarlaust, án spennu og sterkra lýsingarorða. Þetta verður svo eðli- legt, að lesandinn hrífst með og er allt í einu kominn á hestbak uppi í heiði eða sér mjöllina sporlausa og hreina fyrir sér, eins og óskrifað blað. Vel á minnzt, lokakaflinn er líklega sá bezt skrifaði, þegar öllu er á botninn hvolft. Lýsingin á Hvítingi (bls. 30—32) er einkar viðkunnanleg. Þá er gaman að því, þegar Indriði segir (bls. 38), að þokan hafi verið „góð af því þá rigndi ekki eins mikið“. Þann- ig mætti lengi telja. Indriða er sú list lagin að ná sérstakri stemningu, látlausri frásögn, og aðferð hans er meðal annars fólgin í því, að hann lýsir ýmsum smáatriðum, sem aðrir rit- höfundar ekki taka með. Verður stíll Indriða sérkennilegur af þessurn sökum og einkar lif- andi. Að öllu samanlögðu er Land og synir ákaf- lega ánægjuleg bók, og þó að hún sé laus við rómantík í sjálfri sér, lilýtur hún að snerta við- kvæman streng í brjósti flestra, að minnsta kosti þeirra, sem þekkja sögusviðið af eigin raun. Þeini verður bókin því mjög minnisstæð. Þar við bætist, að frágangur bókarinnar er góður, prentvillur til dæmis nær ófinnanlegar. Ég er hiklaust á þeirri skoðun, að Land og synir taki 79 af stö&inni fram að flestu leyti sem skáldrit, og jafnframt er ég engan veginn viss um, að betri skáldsaga íslenzk eigi eftir að koma fram á sjöunda áratug tuttugustu aldar. Björn Teitsson. Hugleiding um tvær vísur Framh. af bls. 52. þessu loknu er mér fullljóst, að engan veginn hefur það tekizt, enda er það ekki tilgangur þessa greinarkorns að koma með algildar skýringar á eðli og tilgangi slíkra kvæða. Annað mál er það, hvort tekizt hefur að sýna fram á þær ógöngur, sem íslenzkir skýrendur dróttkvæða virðast hafa ratað í. Það er því miður sorgleg staðreynd, að rannsókn kvæða ortra undir slíkum bragarhætti er, a. m. k. hér á Islandi, hræðilega stöðnuð og forpokuð. Allt kapp er lagt á að þýða efnisþráð vísunnar, sem oft gefur einungis margsinnis áð- ur sagða hluti. Sá, sem flettir vísnaskýringum þeim, sem út eru gefnar, rekst því ósjaldan á setningar eins og: „konungurinn sveiflaði sverð- inu, hinn örláti konungur rak óvininn á flótta, hinn ríki konungur skaut spjótinu" o. s. frv. En ef til vill sést gleggst í hvernig ástandi rann- sóknin er, þegar jafn vandaðir og hugkvæmir fræðimenn og útgefendur Islenzkra fornrita II og XXVI lenda í slíkum ógöngum og þeim, sem hér hefur verið reynt að benda á. Ollum er það ljóst, að uppruni dróttkvæða er í heiðnum sið. Allar goðsögur í lausu máli, sem til eru, eru varð- veittar í Eddu Snorra Sturlusonar, og sumar þeirra hefur hann vafalítið lagt út af kenning- um dróttkvæðra vísna, sem hann misskildi að meira og minna leyti. Auk þess eru heimildir Eddu um heiðinn dóm meira og minna óábyggi- legur grundvöllur, sem ekki er nema eðlilegt, þar sem þær eru ritaðar af kristnum manni, sem var hugsanagangur heiðins manns öllungis óljós. 55

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.