Mímir - 01.03.1983, Side 4
Kjörbók kvenna á öllum aldri
Okkur fannst vanta góða
handbóká íslensku
um konur.
Hvað finnstþér?
Viltu vita eitthvað meira um öryggi
getnaðarvarna, ..móðurlífsbólgur'',
þungunarpróf, gervibrjóst, hormóna-
meðferð, kynlifsráðgjöf, tíðni legháls-
krabbameins, lesbísk sambönd,
smokkinn og pilluna, ófrjósemis-
aðgerð á körlum, fullnægingu,
barnsfaðernismál, fóstureyðingu,
fæðingarorlof, kynlíf eftir fæðingu?
Nýi kvennafræðarinn erstaðfærð og að miklu leyti endursamin íslensk
gerð af dönsku handbókinni Kvinde, kend din krop. Þetta er alþýðlegt fræðirit,
ætlað jafnt ungum stúlkum sem fullorðnum konum, hvatning til kvenna um að
afla sér þekkingar á líkama sínum og félagslegri stöðu. Hér er opinskátt tekið á
málum sem varða allar konur en hafa alltof lengi verið feimnismál.
Álfheiður Ingadóttir,
Dagný Kristjánsdóttir,
Elísabet Gunnarsdóttir,
Guðrún Kristinsdóttir,
Ingunn Ásdisardóttir,
Jóhanna Sigurðardóttir,
María Jóna Gunnarsdottir,
Nanna K. Sigurðardóttir,
Silja Aðalsteinsdóttir,
Steinunn Hafstað,
Anna T. Rögnvaldsdóttir.
Mál
og menning